fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025

Sunna Dís kom að slysi í gær: „Farþegar vespunnar skutust í allar áttir“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 26. mars 2018 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Dís Ólafsdóttir kom að slysi í gærkvöldi þar sem tvö til þrjú börn á vespu keyrðu á fullri ferð í veg fyrir jeppa.

Ég var þarna rétt hjá og var komin að slysinu innan við mínútu eftir að það gerðist,

segir Sunna Dís í samtali við Bleikt.is

Þetta voru 2-3 börn sem voru 15 ára gömul á einni vespu. Þau keyrðu á fullri ferð án þess að líta til hægri né vinstri og fóru beint út á götu í veg fyrir jeppa. Sem betur fer var ökumaður bifreiðarinnar vel vakandi undir stýri og náði að sveigja bílnum þannig að hann keyrði á afturenda vespunnar.

Sunna Dís segist hafa verið hrædd um samskonar slys í þó nokkurn tímaenda séu mörg börn sem fara óvarlega á vespum.

Biður foreldra að fræða börnin sín

Farþegar vespunnar skutust í allar áttir en sem betur fer sluppu allir nokkuð vel frá þessum harmleik, gengu að minnsta kosti sjálfir af vettvangi sem er með ólíkindum alveg hreint, eiginlega algjört kraftaverk!

Vespan var handónýt eftir slysið og bifreiðin mikið skemmd en segir Sunna Dís það algjört auka atriði.

Sunna biðlar til foreldra að fræða börnin sín áður en þau sendi þau út í umferðina.

Sýnið þeim myndina og veltið því fyrir ykkur hvort þau séu virkilega tilbúin út í umferðina og í Guðanna bænum passið að þau séu með hjálm, sem passar! Það þarf líka að taka það fram við þau að það eigi alls ekki að vera fleiri en einn á vespu í einu. Eitt er allavegana víst að minn gutti fær ekki vespu eftir kvöldið í kvöld!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Guðni leggur skóna á hilluna vegna meiðsla

Jón Guðni leggur skóna á hilluna vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Everton – Kelleher í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Everton – Kelleher í markinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Össur vonsvikinn með hvað Sjálfstæðismenn leggjast nú lágt – „Skólabókardæmi um hvernig stjórnmálaflokkur á ekki að vinna“

Össur vonsvikinn með hvað Sjálfstæðismenn leggjast nú lágt – „Skólabókardæmi um hvernig stjórnmálaflokkur á ekki að vinna“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“

Óskar Hrafn í ítarlegu viðtali – „Það upplifi ég í okkar klefa á hverjum degi“