fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Utanríkisráðuneytið birtir upplýsingar um sóttvarnareglur erlendis

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 17:00

Nokkuð margir eru á faraldsfæti um þessar mundir þrátt fyrir að Sóttvarnalæknir mæli gegn ferðalögum, nema til Grænlands. mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið hefur tekið upp á þeirri nýjung að birta upplýsingar um sóttvarnartakmarkanir í þeim löndum þar sem ráðuneytið heldur úti sendiráðum.

Bætti ráðuneytið flokknum „sóttvarnir á landamærum,“ og „reglur innanlands“ við listann. Áður birti ráðuneytið aðeins ferðatakmarkanir sem í gildi eru í löndunum.

Samkvæmt upplýsingum DV hefur utanríkisráðuneytið frá upphafi Covid faraldursins tekið saman upplýsingar sem aflað er af útsendum erindrekum þeirra í sendiráðum víða um heim. Þessum upplýsingum er svo skeytt saman í skýrslu sem lögð hefur verið fyrir ríkisstjórnarfundi.

DV óskaði eftir umræddum upplýsingum en fékk ekki, enda er stjórnvöldum ekki skylt að afhenda gögn eða upplýsingar sem tekin eru saman sérstaklega fyrir ríkisstjórnarfundi.

Nú hefur ráðuneytið, eins og fyrr sagði, átt frumkvæði að því sjálft að birta umræddar upplýsingar, og eru þar að finna gögn sem geta átt erindi við Íslendinga sem hyggja á ferðalög nú aðgengileg inni á vefsíðu ráðuneytisins, undir „Ferðaráð vegna Covid-19 heimsfaraldurs.“

Síðuna má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart