Jólaundirbúningurinn byrjar á mörgum heimilum í nóvember og þessi tími er svo rómantískur og yndislegur. Þá er lag að byrja helgina á góðum kokteill sem gleður og þjófstarta aðventunni. Hér kemur einn skotheldur kokteill sem steinliggur úr smiðju Hildar Rutar Ingimars sælkera með meiru.
„Mér finnst alveg tilvalið að komast í smá jólafíling í nóvember með góðum drykk sem kemur manni í jólaskapið. Hér er á ferðinni bragðgóður kokteill sem inniheldur gin, trönuberjasafa, sykursíróp, angostura bitter, rósmarín og appelsínu. Þessi blanda er alveg sérlega góð og trönuberin, appelsínukeimurinn og rósmarínið gerir drykkinn svo jólalegan og gómsætan. Margir eru að skipuleggja matarboð eða aðra jólahittinga og þá á þessi kokteill einstaklega vel við,“segir Hildur Rut sem er farin að hlakka mikið til aðventunnar.
Trönuberjakokteill
60 ml Roku gin
1,3 dl trönuberjasafi
2 ml sykursíróp
Nokkrir dropar angostura bitter
Rósmarín stilkur
Appelsínu sneið
Klakar
Skreyta með trönuberjum eða rifsberjum
Hægt er að fylgjast með Hildi Rut á Instagramreikning hennar @hildurrutingimars