fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Eyjan

Óeining innan undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar um talningarmálið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 07:59

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auknar líkur eru á að undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar muni klofna í afstöðu sinni til talningarmálsins í Norðvesturkjördæmi. En klofningurinn verður ekki á línum stjórnar og stjórnarandstöðu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, sé beggja blands í afstöðu sinni til málsins. Segist blaðið hafa heimildir fyrir að Svandís hafi talað fyrir uppkosningu en aðspurð sagðist hún hafa talað fyrir báðum niðurstöðu en finnist of bratt að hrapa að niðurstöðu um staðfestingu kjörbréfanna.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ekki farið leynt með að hún telji að byggja eigi á niðurstöðu síðari talningarinnar í kjördæminu.

Fréttablaðið kveðst hafa heimildir fyrir að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni séu sama sinnis. Ef einhugur verður í þessum þremur flokkum þegar atkvæði verða greidd á þingi þá er kominn meirihluti fyrir staðfestingu kjörbréfa allra þingmanna en þessir þrír flokkar hafa 35 þingmenn samtals.

Fréttablaðið segir líklegt að þingmenn Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar muni greiða atkvæði gegn því að kjörbréfin verði staðfest. En óvíst er hvort þingmenn Vinstri grænna muni fylgja Svandísi að málum.

Innan þingflokkanna er mismunandi hvort ein sameiginleg lína verði tekin í málinu eða hvort þingmenn muni kjósa eftir eigin sannfæringu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum