fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Svik á svik ofan í pólitíkinni – „Ég sveik ykkur“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 06:59

Vivi Nør Jacobsen. Mynd:Socialistisk Folkeparti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir átta stjórnmálamennirnir, sem voru á fundinum, héldu að um lélegan brandara væri að ræða þegar Vivi Nør Jacobsen, nýkjörinn bæjarfulltrúi Socialistisk Folkeparti (SF) í bæjarstjórn Albertslund í Danmörku stillti sér upp við fundarborðið og sagði: „Ég er komin hingað til að segja ykkur að ég sveik ykkur. Jafnaðarmenn hafa gert mig að bæjarstjóra.“

Á þriðjudaginn kusu Danir til sveitarstjórna og um leið og úrslit lágu fyrir hófust meirihlutaviðræður í öllum sveitarfélögum landsins og var Albertslund þar engin undantekning. Í Albertslund höfðu jafnaðarmenn (A) verið við völd síðustu 11 árin og voru hinir flokkarnir þreyttir á því og vildu breytingar. Íhaldsmenn (K), Danski þjóðarflokkurinn (DF), Venstre (V), Einingarlistinn (Ø) og SF gerðu því með sér skriflegan samning á miðvikudaginn um meirihlutasamning. Samkvæmt honum yrði Vivi Nør Jacobsen bæjarstjóri og jafnaðarmenn yrðu án áhrifa í bæjarstjórninni. Funduðu fulltrúar framboðanna á heimili eins þeirra.

En áður en gengið var formlega frá samningnum og hann kynntur formlega fyrir fjölmiðlum þurfti einn fundarmanna að yfirgefa fundinn og fara á annan fund. Hlé var því gert á fundinum klukkan 18.15. Jacobsen nýtti sér hléið til að fara heim til að fóðra köttinn sinn, eða það sagði hún hinum fundarmönnunum.

En samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá gerði hún meira en að fóðra köttinn því hún fundaði einnig með fulltrúum jafnaðarmanna og Radikale Venstre (B) í húsi nærri hinum fundarstaðnum. Þar skrifaði hún undir annan samning.

Tveimur tímum eftir að hún fór að „fóðra köttinn“ sátu átta fulltrúar Íhaldsmanna, Venstre, Danska þjóðarflokksins og Einingarlistans og grínuðust með að „kötturinn væri feitur og svangur“. Skyndilega kom Jacobsen inn og tók sér stöðu við enda fundarborðsins.

„Þetta er erfitt. Ég er komin hingað til að segja að ég sveik ykkur. Jafnaðarmenn hafa gert mig að bæjarstjóra,“ sagði hún. Þetta þýddi í raun að hinir fjórir flokkarnir yrðu án áhrifa í bæjarstjórninni næstu fjögur árin.

Næstu mínúturnar dundu spurningar á henni og síðan var hún beðin um að yfirgefa fundinn. Eftir sátu átta sveitarstjórnarmenn sem sáu fram á að verða áhrifalausir næstu fjögur árin. Þeir ræddu málið fram og aftur og komust að þeirri niðurstöðu að tveir kostir væru í boði: A) Að gefast upp og viðurkenna ósigurinn. B)Reyna að breyta niðurstöðunni og bjóða oddvita jafnaðarmanna, Steen Christensen sitjandi bæjarstjóra, bæjarstjórastólinn og gera samstarfssamning við jafnaðarmenn.

Ef leið B yrði farin myndi það þýða að Jacobsen stæði uppi áhrifalaus. Áttmenningarnir hringdu því í bæjarstjórann. Samtalið var stutt en skömmu síðar fóru áttmenningarnir heim til bæjarstjórans.

Á meðan á þessu stóð var fréttatilkynning send út þar sem fram kom að Jacobsen yrði bæjarstjóri næstu fjögur árin en hún vissi ekki að á þeirri stundu var verið að brugga henni launráð heima hjá sitjandi bæjarstjóra.

Þar komust viðstaddir að samkomulagi um að Christensen yrði áfram bæjarstjóri. Einnig var samið um formennsku í nefndum og annað sem tilheyrir meirihlutasamningi. Að auki var samið um að Vivi Nør Jacobsen og SF fái ekki sæti í neinum nefndum og verði algjörlega áhrifalaus allt næsta kjörtímabil.

„Okkur fannst sem við hefðum verið svikin og að hún hefði leikið tveimur skjöldum allan tímann svo það var enginn vafi um að hún ætti ekki að fá nein nefndarsæti. Maður á ekki að sætta sig við svona,“ sagði einn fundarmanna við B.T.

Ný fréttatilkynning var send út og Radikale Venstre var boðin aðild að meirihlutasamstarfinu. Eftir standa Jacobsen og hinir þrír bæjarfulltrúar SF sem munu verða algjörlega áhrifalausir í bæjarstjórninni næstu fjögur árin. Jacobsen náði að vera tilvonandi bæjarstjóri í tvær klukkustundir.

„Ágirnd er ein af dauðasyndunum sjö. Þarf ég að segja meira?“ sagði heimildarmaður B.T. um stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?