fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Jörðin springur í Rússlandi og engin veit hvað veldur því

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 09:00

Einn af gígunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir eru margir metrar á breidd og enn dýpri og hafa valdið vísindamönnum um allan heim heilabrotum. Hér er um að ræða risastóra gíga sem hafa myndast í rússnesku túndrunni. Ekki er vitað með vissu hvað veldur því að þessir stóru gígar myndast en líklega koma loftslagsbreytingarnar þar við sögu.

Gígarnir myndast við sprengingar neðanjarðar. Sprengiefnið er metan sem hefur legið í jörðinni í óratíma vegna sífrerans en nú leitar það upp því hækkandi hitastig á heimskautasvæðum í Síberíu veldur því að sífrerinn þiðnar.

Fyrstu gígarnri uppgötvuðust 2014 þegar þyrla flaug fyrir tilviljun yfir túndruna. Síðan hafa 17 gígar fundist. Sá nýjasti hefur fengið heitið C17 en hann er 25 metrar í þvermál og 33 metrar á dýpt. Hann er á Yamalskaga.

Vitað er að sprengingarnar verða af völdum metans sem leitar skyndilega upp á við af því að sífrerinn þiðnar. En enginn veit af hverju metanið springur.

Svipaðir hlutir hafa gerst annars staðar þar sem ís hefur bráðnað, meðal annars á Grænlandi en þó hafa ekki orðið viðlíka sprengingar og hafa orðið í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð