Hann var sendur í ýmsar rannsóknir áður en niðurstaða lá fyrir um hvað amaði að honum. Á heilasneiðmyndum sást að hann var með bandorm í heilanum og hafði hann líklega verið í heila mannsins í mörg ár.
Þetta kemur fram í The New England Journal of Medicine sem birti grein um málið. News.com skýrir frá þessu.
Bandormur er sníkjudýr sem getur orðið margra metra langt. Fullorðinn bandormur samanstendur af „höfði“ og mörgum liðum. Í liðunum eru mörg egg.
Maðurinn náði sér eftir nokkurra vikna meðferð á sjúkrahúsi.
Fólk getur fengið bandorm ef það borðar hrátt nauta- eða svínakjöt eða hráan fisk.