fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Fangelsisdómur blasir við fyrrum framkvæmdastjóra – Sagður hafa vanrækt að borga rimlagjöldin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. nóvember 2021 16:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum við rekstur tveggja fyrirtækja og fyrir peningaþvætti. Er maðurinn sagður hafa vanrækt að standa skil á staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafélags um nokkurra mánaða skil á tímabilinu 2017 til 2019. Samanlagt eru svikin þar sögð nema um sjö og hálfri milljón.

Þá er hann jafnframt sagður hafa vanrækt að standa skil á innheimtum virðisaukaskatti við rekstur þess sama fyrirtækis sem nam samkvæmt áætlunum Skattsins tæpum 14 milljónum á árunum 2017 og 2018.

Úr ákærunni má lesa að árið 2019 hafi maðurinn snúið sér að öðru fyrirtæki en haft uppi sama háttalag, þ.e. að skila ekki inn virðisauka- og staðgreiðsluskilagreinum samkvæmt reglum þar um.

Árið 2019 er hann sagður hafa vanrækt að greiða samtals 1,4 milljón í staðgreiðsluskatt til hins opinbera og aðrar 13 milljónir í innheimtan virðisaukaskatt.

Samanlagt námu þannig meint skattsvik mannsins samkvæmt ákærunni rúmum 35 milljónum.

Málið var þingfest nú í nýliðinni viku og er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi