Myndin var tekin snemma að morgni og ljósmyndarinn birti hana síða á Twitter með textanum: „Kleinuhringja UFO“.
Myndin hefur vakið mikla athygli og fjallaði Live Science um hana. Á henni sjást bláir hringir sem minnka eftir því sem nær dregur miðju hlutarins. Með góðum vilja er hægt að sjá kleinuhring út úr þessu.
Ljósmyndarinn, sem hefur notendanafnið Eavix1Eavis á Twitter, taldi sjálfur að hann hefði náð mynd af Endeavour geimfari SpaceX sem var á leið til jarðar með fjóra geimfara innanborðs.
En Marco Langbroek, vísindamaður við Leiden háskólann í Hollandi, sagði í samtali við Live Science að það væri ekki rétt því geimfarið hafi lent 8.000 kílómetra frá Zürich og því sé útilokað að það sé það sem er á myndinni. Ef geimfarið hefði flogið yfir Sviss fyrir lendingu hefði það flug átt sér stað í skugga jarðarinnar og því hefði það ekki sést. Hann telur að myndin sé af fjarlægri stjörnu og sé myndin úr fókus.
Á öðrum myndum af hlutnum lítur út fyrir að lýsandi sikksakk för séu eftir hann og af þeim sökum telur Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvardháskóla, að um efsta hluta eldflaugar sé að ræða og sé hann á leið niður til jarðar.