fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

„Kleinuhringur“ ljósmyndaður yfir Sviss – Vekur upp miklar vangaveltur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 19:30

Myndin sem um ræðir. Sérð þú hvað þetta er?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd, sem var tekin yfir Zürich í Sviss að morgni 8. nóvember, hefur valdið mörgum heilabrotum að undanförnu og vangaveltum um hvað það er sem sést á myndinni. Sumir telja að um stjörnu sé að ræða, aðrir að um eldflaug sé að ræða og enn aðrir telja að um fljúgandi furðuhlut sé að ræða.

Myndin var tekin snemma að morgni og ljósmyndarinn birti hana síða á Twitter með textanum: „Kleinuhringja UFO“.

Myndin hefur vakið mikla athygli og fjallaði Live Science um hana. Á henni sjást bláir hringir sem minnka eftir því sem nær dregur miðju hlutarins. Með góðum vilja er hægt að sjá kleinuhring út úr þessu.

Ljósmyndarinn, sem hefur notendanafnið Eavix1Eavis á Twitter, taldi sjálfur að hann hefði náð mynd af Endeavour geimfari SpaceX sem var á leið til jarðar með fjóra geimfara innanborðs.

En Marco Langbroek, vísindamaður við Leiden háskólann í Hollandi, sagði í samtali við Live Science að það væri ekki rétt því geimfarið hafi lent 8.000 kílómetra frá Zürich og því sé útilokað að það sé það sem er á myndinni. Ef geimfarið hefði flogið yfir Sviss fyrir lendingu hefði það flug átt sér stað í skugga jarðarinnar og því hefði það ekki sést. Hann telur að myndin sé af fjarlægri stjörnu og sé myndin úr fókus.

Á öðrum myndum af hlutnum lítur út fyrir að lýsandi sikksakk för séu eftir hann og af þeim sökum telur Jonathan McDowell, stjarneðlisfræðingur við Harvardháskóla, að um efsta hluta eldflaugar sé að ræða og sé hann á leið niður til jarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur