fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bretar hentu 600.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 18:15

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar hentu rúmlega 600.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni eftir að þeir runnu út. Málið hefur verið sagt mikið hneyksli, að bóluefni hafi verið látið renna út í stað þess að gefa fátækum ríkjum það en mörg fátæk ríki hafa fengið sáralítið af bóluefnum.

The Independent skýrir frá þessu. Blaðið segir að ríkisstjórnin hafi brugðist í að gefa fátækum ríkjum bóluefnið en hún hafði áður lofað að koma umfram bóluefnum í umferð í löndum þar sem þörf er fyrir þau.

Bretar höfðu ekki þörf fyrir þessa skammta eftir að ákveðið var í vor að hætta að gefa yngstu aldurshópunum AstraZeneca vegna hættu á blóðtöppum. Af þessum sökum voru 604.400 skammtar ónotaðir og þeir runnu síðan út í ágúst og var eytt í lok mánaðarins.

Mannúðarsamtökin Oxfam segja að „skammarlegt“ að skammtarnir hafi verið látnir renna út á sama tíma og framlínustarfsfólk í fátækum ríkjum hafi ekki enn verið bólusett gegn kórónuveirunni. Oxfam segir að þetta sé „algjört hneyksli“ og „líklega bara toppurinn á ísjakanum“. Anna Marriott, hjá Oxfam, sagði að samtökin telji að minnst 100 milljónir skammta af bóluefnum muni renna út hjá G7 ríkjunum fyrir árslok. Um mitt næsta ár geti þessi tala verið komin í 800 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin