fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Hýdd fyrir að stunda kynlíf utan hjónabands

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 18:15

Frá hýðingu í Indónesíu fyrir nokkrum árum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir telja það mikla synd að stunda kynlíf utan hjónabands og í hinu gríðarlega íhaldssama Aceh-héraði í Indónesíu er það talin mikil synd að stunda kynlíf áður en gengið er í hjónaband eða með öðrum en makanum. Þessu fékk par eitt að kenna á nýlega þegar það var hýtt á almannafæri fyrir að hafa stundað kynlíf fyrir hjónaband.

Það var sharíalögreglan í ríkinu sem framfylgdi dómnum þegar parið var hýtt á almannafæri en töluverður mannfjöldi safnaðist saman til að fylgjast með. Meðal áhorfenda voru embættismenn en hýðingin fór fram í almenningsgarði.

Aceh er eina ríkið í Indónesíu þar sem ströngum íslömskum lögum er framfylgt. Samkvæmt þeim er fólk hýtt fyrir þjófnað, fjárhættuspil og kynlíf utan hjónabands. Opinberar hýðingar hófust 2005 og margir óbreyttir borgarar í ríkinu styðja þær en ekki þó allir.

Meðal stjórnmálamanna eru skoðanir skiptar um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?