fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Kórónujól framundan í Evrópu – Svona verða jólin hugsanlega

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 06:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega helmingur allra skráðra dauðsfalla af völdum COVID-19 í heiminum í síðustu viku var í Evrópu. Það er því óhætt að segja að Evrópa sé enn á ný á toppnum hvað varðar heimsfaraldurinn enda fer smitum og dauðsföllum fjölgandi og það hratt. Það er því ekki annað að sjá en kórónujól séu fram undan. Í mörgum ríkjum eru yfirvöld byrjuð að herða sóttvarnareglur og í öðrum stefnir í að þær verði hertar.

Svona er staðan í nokkrum Evrópuríkjum:

Í Slóvakíu hafa aðeins 43% lokið bólusetningu en 5,6 milljónir búa í landinu. Síðustu daga hafa um 6.500 smit greinst á dag. Sjúkrahúsin eru komin að þolmörkum og á þriðjudaginn sagði heilbrigðisráðuneytið að aðeins væru 20 pláss laus á gjörgæsludeildum landsins fyrir þá sem þurfa á öndunarvél að halda. Þing landsins mun í dag samþykkja lög sem kveða á um að aðeins bólusettir og þeir sem hafa jafnað sig af COVID-19 á síðustu sex mánuðum megi sækja stóra viðburði. Einnig verða gerðar kröfur um að starfsfólk fari í sýnatöku á vinnustöðum.

Í Skotlandi vill Nicola Sturgeon, forsætisráðherra, taka upp kröfu um kórónupassa í kvikmyndahúsum, leikhúsum og börum. Vonast hún til að þannig verði hægt að koma í veg fyrir að grípa þurfi til þess að loka starfsemi af þessu tagi og annarri starfsemi um jólin. Vonast hún til að reglurnar verði samþykktar á skoska þinginu í næstu viku að sögn The Scotsman.

Á Írlandi fer smitum hratt fjölgandi og í gær greindust 8.965 með veiruna og hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Sjúkrahúsin sjá fram á vanda fljótlega við að annast alla smitaða ef fram heldur sem horfir. Ríkisstjórnin grípur nú inn í og frá og með miðnætti á morgun mega barir, veitingastaðir og næturklúbbar aðeins hafa opið til miðnættis að sögn Irish Times.

Í Portúgal hafa 88% lokið bólusetningu en smitum fer samt sem áður fjölgandi. Antonio Costa, forsætisráðherra, segir að ekki sé útilokað að grípa þurfi til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jól. Hlutfall smitaðra var í byrjun vikunnar 156 á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að í Þýskalandi er hlutfallið rúmlega 500 og í Hollandi rúmlega 900. Portúgalska ríkisstjórnin fundar með sérfræðingum á morgun um hvort og þá hvaða aðgerða þurfi að grípa til. Nú þegar þarf að nota andlitsgrímur í opinberum samgöngum, verslunarmiðstöðvum og öðrum stöðum þar sem fjölmenni er. Einnig þarf að sýna kórónupassa á næturklúbbum og stórum viðburðum.

Í Austurríki tók útgöngubann fyrir óbólusetta gildi á mánudaginn. Mega óbólusettir nú aðeins yfirgefa heimili sín til að fara í vinnu, versla og stunda líkamsrækt. Lögreglan fylgir þessu eftir með stikkprufum á götu úti og er sektin við broti á þessu 1.450 evrur. Útgöngubannið nær til um tveggja milljóna manna 12 ára og eldri sem hafa ekki lokið bólusetningu. Heilbrigðiskerfi landsins er undir miklu álagi og vonast yfirvöld til að aðgerðirnar létti aðeins álagi af því.

Í Þýskalandi greindust 68.366 smit í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Yfirvöld óttast að yfirstandandi bylgja faraldursins nái hámarki um jólin. 12.000  hermenn verða nú settir til að aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að bólusetja fólk og sýnatöku. Leiðtogar sambandsríkjanna og ríkisstjórnin funda í næstu viku um hvaða aðgerða verður gripið til en vaxandi þrýstingur er á að gripið verði til aðgerða til að sporna við útbreiðslu faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið