fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Aron um líkamsárásina: „Kvöldið endaði bara upp á slysó með skurð og heilahristing“

Auður Ösp
Mánudaginn 4. janúar 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég biðla bara til þjóðarinnar, ef einhver veit eitthvað. Ég hef án djóks ekki hugmynd,“ segir Aron Pálmarsson handboltamaður en hann varð fyrir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur undir lok síðasta árs. Ekki er vitað hver árásarmaðurinn og segist Aron gjarnan vilja setjast niður með honum og spyrja hann út í ástæðuna fyrir árásinni.

„Það var bara einhver algjör snillingur sem ákvað að kýla mig í andlitið,“ segir Aron Pálmarsson í sjónvarpsþættinum Atvinnumennirnir okkar á Stöð 2 „Ég var nýkominn heim og ákvað að kíkja aðeins út á laugardegi. Kvöldið endaði bara upp á slysó með skurð og heilahristing. Ég gat síðan ekki spilað á HM útaf þessu.“

Hann segist ekki vita af hverju hann var sleginn niður. „Ég veit ekkert hver kýldi mig og ég veit ekki af hverju. Ég væri í raun mest til í að liggja bara með gæjanum í svona baði eins og við erum í núna og spyrja: „Hey dude, af hverju?“

„Ég fór á skemmtstaðina sem ég var búinn að vera á um kvöldið og þeir sögðu að það hefði ekki verið neitt vesen á mér,“ segir Aron jafnframt og bætir við að hann hafi engu að síður lagt fram kæru. Það er náttúrulega erfitt að kæra ef það er ekkert andlit á bak við það.“

Þá segir hann að þetta sé í fyrsta sinn sem hann verði fyrir árás af þessu tagi. „Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem ég hef verið laminn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“