BBC segir að þetta hafi gerst síðasta laugardag og að þrjótarnir hafi sent rúmlega 100.000 tölvupósta með aðvörun um yfirvofandi netárás.
Tölvupóstarnir voru sendir frá netfangi sem endar á @ic.fbi. gov og var því ekki annað að sjá en að þeir kæmu frá FBI að sögn talsmanna FBI.
Skjótt var brugðist við málinu og hluta af tölvukerfi stofnunarinnar var lokað en þó hefur ekki enn tekist að loka alveg á þrjótana.