fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ótrúlegt! – Læknaðist af HIV af sjálfsdáðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 08:05

HIV veirur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2013 greindist ung argentínsk kona með HIV sem er ólæknandi sjúkdómur sem er undanfari AIDS. En á einhvern ótrúlegan hátt þá er konan nú laus við veiruna og það án þess að hafa fengið nokkra læknismeðferð. Læknar telja að ónæmiskerfi hennar hafi af sjálfsdáðum ráðið niðurlögum veirunnar.

NBC News skýrir frá þessu. Fram kemur að konan, sem er nú þrítug, hafi greinst með HIV 2013 en þegar hún fór í rannsókn nýlega fundust engin merki um veiruna í líkama hennar. Rannsóknin var mjög ítarleg því læknar skönnuðu milljónir af frumum úr henni með fullkomnustu tækni.

Skýrt var frá þessu í vísindaritinu Annals of Internal Medicine á mánudaginn. Vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni, vonast til að þetta geti orðið upphafið að frekari framförum á þessu sviði en talið er að 38 milljónir manna séu með HIV. „Nú verðum við að finna hvað liggur að baki þessu,“ sagði Steven Deeks, læknir sem starfar við rannsóknir á HIV hjá Kaliforníuháskóla, en hann kom ekki að rannsókninni.

Þetta er í annað sinn í sögunni, svo vitað er, sem HIV hefur horfið úr líkama sjúklings. Fyrra tilfellið var þegar veiran hvarf úr líkama bandarískrar konu, sem býr í Kaliforníu, en hún greindist með veiruna 1992. Hún er nú 67 ára og hefur verið laus við veiruna árum saman. Talið er að ónæmiskerfi hennar hafi gert út af við hana.

NBC News segir að vísindamönnum hafi áður tekist að lækna tvo HIV-sjúklinga af veirunni með því að beita flókinni og hættulegri stofnfrumuskiptaaðgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga