fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Margrét segir Kristinn E. hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar hún var 6 ára – „Hversu mörg ógeð?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 05:54

Kristinn E. Andrésson. Mynd:Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá í síðustu viku þá skrifaði Guðný Bjarnadóttir grein í Morgunblaðið þar sem hún lýsti kynferðisofbeldi sem Kristinn E. Andrésson beitti hana þegar hún var aðeins 9 ára. Í dag birtir Morgunblaðið grein eftir Margréti Rósu Grímsdóttur sem segir svipaða sögu af Kristni E. Greinin ber fyrirsögnina „Guðný er ekki sú eina“ en í henni skýrir Margrét frá kynferðisofbeldi sem Kristinn E. beitti hana þegar hún var 6 ára.

Í grein sinni segist Margrét hafa sent systkinum sínum tölvupóst þegar hún sá umfjöllun um bókina um Kristinn E. í Fréttablaðinu og hafi fyrirsögnin á tölvupóstinum verið „ógeð“. „Við vorum öll leið yfir því að þessum karli væri nú hampað sem mikilmenni og enginn vissi af reynslu minni. Hefðu ekki önnur börn lent í honum? Svarið við þeirri spurningu vissum við öll innst inni og fengum staðfestingu á því þegar Guðný Bjarnadóttir skrifaði grein í Morgunblaðið og lýsti hörmulegri reynslu sem hún varð fyrir, einungis níu ára gömul,“ segir Margrét í grein sinni.

Hún segir síðan að í fyrstu hafi henni fundist að saga hennar ætti ekkert erindi í fjölmiðla en hafi skipt um skoðun og þá ekki síst til að styðja Guðnýju. Það hafi glatt hana mikið að sjá hversu margir trúa henni og styðja. Síðan segir hún frá málavöxtum: „Fyrstu sjö ár ævi minnar bjó ég á Akranesi þar sem pabbi starfaði sem tannlæknir. Kristinn E. Andrésson kom endrum og sinnum til okkar, hugsanlega vegna þess að hann og föðuramma mín voru systrabörn. Mér fannst hann skemmtilegur, hann gaf sig að mér, tók mig gjarnan á lær sér og hossaði mér. Ég var sex ára. Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig. Ég kunni þessu illa og losaði mig úr fangi hans. Sem betur fer sagði ég mömmu og pabba frá þessu og man enn svipinn sem kom á andlit þeirra. Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik,“ segir Margrét.

Hún segir að systkini hennar hafi sagt henni að foreldrar hennar hafi hent Kristni E. öfugum út eftir þetta og hún hafi aldrei aftur séð hann. Hún hafi ekki áttað sig á hversu alvarlegt þetta var fyrr en hún var komin á unglingsaldur. „Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul, fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum. Skömmin var aldrei mín, ég var sex ára og sagði strax frá. Á ég það ekki síst foreldrum mínum að þakka að trúa mér og bregðast hárrétt við. Ég var sannarlega mun heppnari en Guðný. En hversu margar stuttar sögur leynast, hversu margar langar, hversu mörg „ógeð“?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar