fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Þórhallur segir að Jón Ásgeir hafi séð að sér og beðist afsökunar – „Vorum bara fram á nætur að svara allskonar ásökunum“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 21:30

Smasett mynd: Þórhallur Gunnarsson og Jón Ásgeir Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson, fram­kvæmda­stjóri miðla hjá Sýn, fór yfir langan ferill í fjölmiðlum í hlaðvarpsviðtali í þættinum Farðu úr bænum, en þátturinn kom út í dag.

Þórhallur sagði meðal annars frá því þegar hann vann að umfjöllun um Baugsmálið fyrir Kastljós á árum áður. Í kjölfar fréttaflutningsins segir hann að margir lögmenn tengdir Baugi hafi lagst í herferð gegn umfjölluninni, en að mörgum árum seinna hafi Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs, beðist afsökunar. Hann segir þó að sú afsökunarbeiðni hafi aldrei komið fram opinberlega.

Þórhallur vann fréttaskýringuna ásamt Sigmari Guðmundssyni, en hann segir að hún hafi tekið á.

„Eftir þessa umfjöllun voru flestir lögmenn landsins, sem voru á mála hjá Baugi, að skrifa allskonar greinar í öll dagblöðin að véfengja þessa frásögn. Þannig að ég og Sigmar vorum bara fram á nætur að svara allskonar ásökunum og ósannindum.“ segir Þórhallur og nefnir sem dæmi grein sem Jón Ásgeir skrifaði:

„Meðal annars sagði Jón Ásgeir þau ósannindi í opnu bréfi í Morgunblaðinu að ég væri tengdur Jóni Gerhaldi [Sullenberger], sem var einn aðalmaðurinn í Baugsmálinu, og að ég hefði sjálfur verið í þessari snekkju í Flórída.“ segir hann og bætir við: „Mér var mjög miður að hann skyldi hafa sagt ósatt þarna, sérstaklega þar sem ég hafði aldrei komið til Flórída, og því ekki komið í þessa snekkju.“

Sagði Þórhallur að síðar hafi Jón séð að sér. „Hann bað mig afsökunar seinna, en hefur aldrei gert það opinberlega, en ég lét það duga.“

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtal Kötu Vignisdóttur við Þórhall Gunnarsson, en þar fjallar hann um ferill sinn og fer um víðan völl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Martröðinni er lokið
Fréttir
Í gær

Bankarnir hafa sópað til sín 462 þúsund milljónum í hreinar vaxtatekjur

Bankarnir hafa sópað til sín 462 þúsund milljónum í hreinar vaxtatekjur
Fréttir
Í gær

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“
Fréttir
Í gær

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota
Fréttir
Í gær

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit