fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Elliði vill að nýr þjóðarleikvangur rísi utan Reykjavíkur – „Þetta er sjálfgefið“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 12:36

Elliði fyrir framan tillöguna sína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, vill að nýr þjóðarleikvangur rísi í bæjarfélaginu sínu. „Þetta er sjálfgefið, nýjan þjóðarleikvang í Ölfusið!!!“ segir Elliði í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í morgun.

„Það er löngu kominn tími á nýjan þjóðarleikvang, bæði fyrir íþróttir innandyra sem og fyrir knattspyrnu. Besti kosturinn er að byggja þau mannvirki utan Reykavíkur.“

Elliði fer þá yfir kosti þess að reisa þjóðarleikvanginn utan Reykjavíkur. „Margt mælir með því að staðsetja slíkan leikvang í Ölfusi við Þrengslin austanverð. Ríkið er ráðandi landeigandi þar og lóðakostnaður þverrandi, nægt er plássið og skipulagsmál því aðgengileg, aðgengi einkabíla sem og vegna almenningssamgangna er auðvelt. Sveitarfélagið gæti sem best fellt niður gatnagerðargjald og þannig sparað hundruði milljóna,“ segir hann til dæmis.

„Þessu til viðbótar má nefna að við þetta svæði er mikið af orku og auðvelt að gera svæðið sjálfbært með hita og rafmagn, stutt er í Leifsstöð um Suðurstrandaveg, mikið af hótelum og veitingastöðum í næsta nágrenni og aksturinn til Reykjavíkur rétt um 20 mínútur. Drífum í þessu.“

Með færslunni birtir Elliði mynd til að sýna hvernig þjóðarleikvangur við Þrengslin gæti litið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar