fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ótrúleg jólahefð Elísabetar drottningar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 09:05

Elísabet II heldur fast í hefðir um jólin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestar fjölskyldur hafa eflaust sínar jólahefðir sem eru algjörlega órjúfanlegar og eins fjölbreyttar og hugsast getur. Elísabet II Bretadrottning er þar engin undantekning. Hjá henni er ein hefð algjörlega óaðskiljanlegur hluti af jólunum en eflaust finnst sumum þetta nú frekar undarleg hefð.

Margir kannast eflaust við að hafa borðað aðeins of mikið á aðfangadagskvöld, jafnvel svo mikið að buxurnar hafi þrengt að. En hjá bresku konungsfjölskyldunni er mikið gert úr aðalmáltíð jólanna og þar á fólk að taka hraustlega til matarins.

Fyrir nokkrum árum afhjúpaði Ingrid Seward, sem er sögð sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, nokkrar af hefðum bresku konungsfjölskyldunnar um jólin. Þessu sagði hún frá í samtali við Grazia.

Hún sagði meðal annars að fjölskyldan haldi alltaf jól í Sandringham sem er í Norfolk. Þar vill Elísabet hafa alla fjölskylduna hjá sér um jólin. En það sem vakti mesta athygli í afhjúpun hennar er að fyrir hverja máltíð eru gestirnir vigtaðir og svo aftur að henni lokinni. Ástæðan? Jú, drottningin vill vera þess fullviss að gestirnir hafi borðað nóg og drukkið.

En þessi hefð er ekki uppfinning Elísabetar heldur er hún rakin allt aftur til Edward sjöunda en hefur greinilega haldið velli frá valdatíma hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga