fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hart tekið á mótmælendum á Kúbu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 10:15

Frá mótmælum í Havana í sumar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kommúnistastjórnin á Kúbu lét í gær handtaka fjölda baráttumanna fyrir lýðræði en boðað hafði verið til mótmæla víða um landið. Yfirvöld höfðu lagt bann við mótmælunum en markmið þeirra var að krefjast lausnar allra pólitískra fanga.

Mótmælin áttu að fara fram síðdegis í gær en ekki varð úr þeim þar sem götur höfuðborgarinnar Havana voru fullar af lögreglumönnum og liðsmönnum öryggissveita kommúnistastjórnarinnar.

Bandaríkjastjórn hefur fordæmt aðgerðir kommúnistastjórnarinnar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að kúbverska einræðisstjórnin hafi beitt fyrirsjáanlegum aðgerðum með því að dæma fólk til þungra refsinga, handtökum hafi verið beitt af handahófi og reynt hafi verið að hræða þá landsmenn sem krefjast breytinga.

Meðal hinna handteknu er Manuel Cuesta Morua sem hefur verið í fararbroddi fyrir lýðræðissinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann