New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að Baxter hafi verið einn af stjórnendum hins kristilega sjónvarpsþáttar „End of the Age“. Hann lést á sjúkrahúsi fyrir viku síðan.
Samstarfsmaður hans, Dave Robbins, sagði í tilkynningu að hann væri mjög sorgmæddur vegna andlást Baxter. „Irvin hélt för sinni áfram til hinna stóru verðlauna. Við fögnum lífi hans en um leið finnum við til sorgar og við syrgjum,“ sagði hann.
Í prédikun í mars síðastliðnum sagði Baxter að fólk fengi COVID-19 af því að stunda kynlíf áður en það gengur í hjónaband. „Ef við höldum að við getum hunsað guð og lifað lífi fullu af syndurum, þá höfum við rangt fyrir okkur. Ég trúi því þegar fólk segir að guð noti kórónuveiruna sem áminningu. Þessi veira er kannski ákveðin forréttindi því ég get sagt ykkur að við munum hljóta miklu þyngri refsingu. Það stendur í biblíunni,“ sagði hann einnig.
Baxter hafði áður ratað í fréttir fyrir að segja stuðningsfólk Donald Trump vera „satanista“.