fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fundu steingerving risaeðlu á Grænlandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. nóvember 2021 07:00

T rex á veiðum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður óþekkt risaeðlutegund hefur uppgötvast á Grænlandi. Það var árið 1994 sem alþjóðlegur hópur vísindamanna vann að rannsóknum á steingervingum í austurhluta landsins. En það er núna fyrst sem niðurstaða enn ítarlegri rannsókna á steingervingunum liggur fyrir. Þær leiddu í ljós að steingervingur risaeðlu er ekki af risaeðlu af tegundinni Plateosaurur eins og áður var haldið. Það er tegund sem hélt til þar sem nú er Evrópa.

Sermitsiaq skýrir frá þessu. Nýja tegundin hefur fengið nafnið issi saaneq sem þýðir bein á grænlensku. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Diversity.

Nánar tiltekið þá voru það tvær næstum heilar höfuðkúpur sem fundust á Jameson Land sem voru rannsakaðar. Rannsóknirnar leiddu í ljós að risaeðlurnar voru uppi fyrir um 214 milljónum ára og voru plöntuætur.

Sermitsiaq hefur eftir Jesper Milán, hjá jarðfræði- og landafræðideild Kaupmannahafnarháskóla, sem vann að rannsókninni að niðurstöðurnar skipti máli hvað varðar þekkingu okkar á útbreiðslu risaeðla. „Þetta þýðir að nú er miklu meiri vinna fram undan því nú vitum við allt í einu ekki hvernig útbreiðslu þeirra var háttað. Einnig verður að rannsaka aðra steingervinga betur til að sjá hvort við getum fræðst betur um ættartré risaeðlanna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin