fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fókus

Biðjast afsökunar eftir að söngkona pissaði á andlit aðdáanda á miðjum tónleikum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 15. nóvember 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Brass Against biðst afsökunar eftir að söngkona hljómsveitarinnar pissaði á andlit og upp í munn aðdáanda á miðjum tónleikum í síðustu viku.

Hljómsveitin var að spila á Welcome to Rockville festivalinu í Flórída á fimmtudaginn síðastliðinn. Sophia Urista, söngkona hljómsveitarinnar, sagðist þurfa að pissa. Hún spurði síðan áhorfendur hvort einhver vildi að hún myndi pissa upp í þá. Nokkrir klöppuðu og fögnuðu.

„Ég var með það á tilfinningunni að allir héldu að hún væri að grínast. Eins og sést þá var hún ekki að grínast,“ skrifar einn áhorfandi við myndband sem hann birtir af atvikinu á YouTube.

Einn aðdáandi bauð sig fram og lagðist á sviðið. Sophia girti niður um sig og beygði sig yfir manninn áður en hún pissaði á hann. Eftir að hún er búin að pissa stendur maðurinn upp og frussar pissi yfir áhorfendur.

Þú getur horft á myndband af atvikinu hér að neðan.

Hljómsveitin gaf út stutta yfirlýsingu vegna málsins á samfélagsmiðlum. „Við skemmtum okkur konunglega í gær. Sophia gekk aðeins of langt. Þetta er ekki eitthvað sem restin af okkur bjóst við og þetta er ekki eitthvað sem þið eigið eftir að sjá aftur á tónleikum hjá okkur. Takk fyrir gærkvöldið.“

Hver er Sophia?

Sophia steig fyrst fram á sjónarsviðið sem keppandi í The Voice árið 2016. Hún kemur frá íhaldssamri fjölskyldu og var í læknanámi áður en hún hóf feril sinn í tónlist.

Brass Against er hópur listamanna sem kom saman til að mótmæla stjórnmálaástandi heimsins. Hljómsveitin hefur gert ábreiður af lögum frá Rage Against The Machine, Tool og Audioslave. Í fyrra gáfu þau út sitt fyrsta frumsamda lag, með Sophiu sem aðalsöngvara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Paris Jackson hefur ekki snert heróín í 5 ár – Birtir áhrifaríkt myndband sem sýnir muninn á henni þá og nú

Paris Jackson hefur ekki snert heróín í 5 ár – Birtir áhrifaríkt myndband sem sýnir muninn á henni þá og nú
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástin logaði á hvíta tjaldinu – Ásakanir um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti loga nú milli stjarnanna

Ástin logaði á hvíta tjaldinu – Ásakanir um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti loga nú milli stjarnanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af

Fundu leyniherbergi í 200 ára gömlu húsi sem einhver hafði lokað af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dó í ellefu mínútur og lýsir upplifuninni – Segist vita hvað bíður að handan

Dó í ellefu mínútur og lýsir upplifuninni – Segist vita hvað bíður að handan