New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan á Hawaii og alríkislögreglan FBI hafi unnið saman að rannsókn málsins. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum, í nágrenni við heimili hjónanna, sýna ekkert sem staðfestir frásögn hjónanna um að Isabella hafi yfirgefið heimilið um miðja nótt. „Því miður varð það sem hófst sem leit að horfinni stúlku að morðrannsókn þar sem Kalua-hjónin voru miðpunkturinn,“ sagði Rade Vanic, lögreglustjóri á Hawaii, og bætti við að sönnunargögn bendi til að foreldrarnir hafi myrt Isabella.
Lögreglan segist hafa fundið afgerandi sönnunargögn rétt áður en hjónin voru handtekin en hefur ekki viljað upplýsa hvaða sönnunargögn þetta voru.
Isaac og Lehua Kalua neita sök.