Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að Sandor hafi verið ákærður fyrir tryggingasvik. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði viljandi kastað sé fyrir lest með það fyrir augum að lestin myndi fara yfir báða fætur hans. Með þessu ætlaði hann að komast yfir tryggingafé upp á sem svarar til um 400 milljóna íslenskra króna.
Sandor þvertekur fyrir að hafa sett þetta á svið og segist hafa stigið á glerbrot og hafi við það misst jafnvægið og dottið út á lestarteina í þann mund sem lest kom aðvífandi.
Saksóknurum fannst grunsamlegt að Sandor hafði keypt sér 14 líf- og slysatryggingar á 12 mánaða tímabili áður en hann lenti í „slysinu“. Fyrir dómi sagði hann að þetta hefði hann gert eftir að hafa fengið fjármálaráðgjöf þar sem honum var ráðlagt að tryggja sig betur.
En hann fær ekki mikið af þessu peningum og þarf nú einnig að dúsa í fangelsi í tvö ár og greiða allan málskostnað. En það versta er nú væntanlega að hann verður fótalaus það sem hann á eftir ólifað. Hann er nú byrjaður í lögfræðinámi og vonast til að í framtíðinni finni hann annað fólk sem eigi í útistöðum við tryggingafélög sín.