ABC13 segir að drengurinn, Ezra Blount, hafi látist í gær og eru fórnarlömbin þá orðin tíu. Mörg hundruð manns slösuðust þegar mikil ringulreið og örvænting varð á tónleikunum og tróðst fólk undir og klemmdist. Um 50.000 manns voru á staðnum.
Ezra var á tónleikunum með föður sínum, Treston Blount, sem segir að Ezra hafi setið á öxlum hans þegar tónleikarnir byrjuðu og hafi þeir verið mjög aftarlega í mannþrönginni því Treston taldi að þar yrði rólegra. Treston missti meðvitund og Ezra lá á jörðinni á meðan mannhafið ruddist áfram. Hann var strax settur í öndunarvél en innri líffæri hans og heilinn sködduðust.