Íslendingur fannst látinn í smáhýsi á eyjunni Amager í Kaupmannahöfn aðfaranótt þriðjudagsins í kjölfar bruna. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða og hefur karlmaður á fertugsaldri verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Ekki er vitað hvort að Íslendingurinn hafi verið látinn áður en kviknaði í húsinu en málið er rannsakað sem íkveikja þar til og ef krufning gefur tilefni til annars. Karlmaðurinn sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald neitar sök.
Búið er að hafa samband við aðstandendur hins látna.