fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála i miðbænum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 09:01

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir heldur rólega nótt þurfti lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu að hafa einhver afskipti af einstaklingum undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem og fyrir líkamsárásir. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Maður í miðbænum í annarlegu ástandi fékk að dúsa í fangaklefa eftir að hafa ítrekað reynt að stofna til slagsmála. Lögregla reyndi að ræða við manninn á vettvangi en án árangurs. Hann fékk því að sofa úr sér í fangaklefanum þar til hann er samræðuhæfur.

Fjórir ökumenn voru staðnir að því aka undir áhrifum í nótt, einn þeirra reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum en lögregla hafði þó hendur í hári hans og fékk hann að verja nóttinni í fangaklefa.

Maður var handtekinn í Hlíðum fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og eignaspjöll og fékk hann að dúsa í fangaklefa.

Einnig var maður handtekinn í Garðabæ vegna líkamsárásar og var í kjölfarið vistaður í fangaklefa.

Í Kópavogi rann bifreið úr bifreiðastæði og endaði á ruslageymslu. Engin slys urðu á fólki en bifreið og ruslageymsla eru eitthvað tjónuð eftir óhappið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015