fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Furðuskrif frá Gistiheimilinu Bjarmalandi – Býðst til að fara í sleik við Covid-sýkta manneskju – „Smit hingað takk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. nóvember 2021 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar sérkennileg uppákoma varð á Facebook-síðu Gistiheimilisins Bjarmalands í gærkvöld. Gistiheimilið er með einstaklingssíðu á Facebook en ekki dæmigerða fyrirtækja- eða „like“ síðu. Gistiheimilið á 4.900 Facebook-vini.

Gistiheimilið Bjarmaland er opið allt árið, það er staðsett við Sveinseyri rétt hjá Tálknafirði og hefur notið vinsælda m.a. fyrir mikla náttúrufegurð á svæðinu. Færslur á FB-síðu gistiheimilisins hafa einnig einmitt einkennst af því og birtast þar oft fallegar ljósmyndir af náttúrfegurð í héraðinu. Svohljóðandi færsla sem birtist laust eftir hálfellefu í gærkvöld stingur hins vegar mjög í stúf:

„Ég er ekki á móti bólusetningum! Bjó í Chile í mörg ár. Ég fékk bólusetningar sem Íslendingar fá ekki. Ég samþykki EKKi covid 19 Spike prótín tilraunasprautuna. Og mun gefa mig fram að fara í sleik við sýkta manneskju af Covid-19 og sýna ykkur hvað mun gerast. Á MÍNU HEIMILI HEFUR ENGINN FENGIÐ HÓAX SPRAUITUNA! Enginn fengið Covid 19 og við þekkjum engan sem hefur veikst af covi 10. HOAX Punktur“

Í ummælum undir færslunni furðulegu bætir gistiheimilið um betur og segir: „Smit hingað takk.“

Miklar umræður urðu undir færslunni og gerðu sumir því skóna að síðan hefði verið hökkuð því þetta væri fullkomlega ólíkt aðstandendum gistiheimilisins. Einn þátttakandi í umræðunum segist hafa hætt við að bóka gistingu á staðnum eftir lesturinn. Einn spyr hvernig hægt sé að fara í sleik við gistiheimili.

Bríarí og fyllerí

Færslan hefur verið tekin niður. Einn þátttakandi í umræðunum birti fyrirspurn á FB-vegg gistiheimilisins þess efnis hvort ekki stæði til að birta afsökunarbeiðni. Þeirri fyrirspurn var eytt.

Forsvarsmaður Gistiheimilisins Bjarmalands er Gísli Matthíasson og náði DV sambandi við hann. Aðspurður sagði hann að þetta hefði verið skrifað í „bríarí og fyllerí“ og hefði enga merkingu. Hann sagði að ekki stæði til að birta yfirlýsingu vegna málsins, málinu væri einfaldlega lokið, enda hafi færslunni verið eytt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“