Kynjaþingi 2021 hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna útbreiðslu Covid-19 en halda átti þingið í Veröld á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kvenréttindafélagi Íslands. Þá kemur einnig fram að boðað verður til Kynjaþings strax og öruggt er að halda fjöldasamkomur.
Fjölbreytt samtök og hópar sem vinna að kynjajafnrétti voru með viðburði á dagskrá þingsins: ASÍ, Áfallasaga kvenna, EMPOWER, Femínísk fjármál, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, RVK Feminist Film Festival, Samtök um kvennaathvarf, Samtökin ’78, Sigrún hannyrðapönkari, Slagtog, Stígamót og W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna.
„Aðstandendur vonast til að hægt sé að halda Kynjaþing á nýju ári, þar sem við ræðum þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í jafnréttismálum og skipuleggjum aðgerðir til að uppræta kynjamisrétti og efla jafnrétti hér á landi,“ segir í tilkynningunni.