fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Sólveig Anna telur lögmann ASÍ hafa gert sambandið vanhæft – „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 12. nóvember 2021 12:35

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur Alþýðusambands Íslands, skrifaði athugasemd við færslu Tryggva Marteinssonar sem sagt var upp störfum sem kjarafulltrúi Eflingar í gær eftir 27 ára starf, og sagði Magnús þar: „Ömurlegar fréttir kæri félagi – á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur mig aldrei verið orði á þig hallað – þvert á móti.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, vekur athygli á þessu á Facebooksíðu sinni í dag en hún hefur áður greint frá því að Tryggvi hafi hótað henni með ofbeldi þegar hún starfaði hjá Eflingu.

Sólveig Anna segir ótrúlegt að upplifa þá gerendameðvirkni sem ríki innan verkalýðshreyfingarinnar og sjáist hún meðal annars í þessum orðum Magnúsar.

Þá deilir Sólveig Anna á Facebook bréfi sem hún sendi fyrr í dag til Magnúsar, en afrit af póstinum fóru til Drífu Snædal, forseta ASÍ og Höllu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra ASÍ.

Hótun tilkynnt til lögreglu

Í bréfinu segir hún meðal annars:

„Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.

Eins og ég hef greint frá opinberlega þá liggur fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Þessi vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, m.a. trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar.

Ég féll frá ósk um aðgerðir vegna málsins af hálfu stjórnenda á skrifstofu Eflingar en kaus þess í stað að tilkynna um hótunina til lögreglu, eins og ég hef líka sagt frá opinberlega.

Skömmu síðar fór af stað atburðarás sem leiddi til þess að ég sagði af mér sem formaður Eflingar.“

Lýsir yfir undrun og áfalli

Þá bendir hún á að Tryggvi hafi uppnefnt stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og að hann hafi sagst „goldið þess” að vera „karlmaður og Íslendingur”, og notar tækifærið í ummælum neðan við færsluna til að spyrja hvort Efling sé að breytast í „pólska útgáfu af stéttarfélagi.”

Þá beinir hún sjónum sínum að stuðningsorðum Magnúsar til Tryggva á síðunni þar sem öllum voru þau sjáanleg.

„Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta.

Ég geri ekki og hef aldrei gert neina kröfu um afskipti þín eða Alþýðusambandsins af þessu máli. Ég hef heldur enga kröfu gert um að þú fellir dóm gegn umræddum starfsmanni eða liðsinnir mér sem þolanda ofbeldis á skrifstofu aðildarfélags ASÍ á nokkurn hátt. Hins vegar get ég ekki hjá því komist að lýsa undrun minni og raunar áfalli að verða vitni að því að þú sjáir þig knúinn að stíga fram með þessum hætti.“

Telur ASÍ vanæhæft í málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti

Hún segir ennfremur:

„Ég tel að með framgöngu þinni hafir þú gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir.“

Bréfið má lesa í heild sinni hér í meðfylgjandi færslu Sólveigar Önnu:

Starfsmanni Eflingar sem hótaði Sólveigu Önnu með ofbeldi hefur verið sagt upp störfum – „Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af

Flugstjórinn sá eini sem komst lífs af
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá

Baráttumaðurinn Unnar Karl Halldórsson fallinn frá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð