fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Starfsmanni Eflingar sem hótaði Sólveigu Önnu með ofbeldi hefur verið sagt upp störfum – „Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 12. nóvember 2021 00:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggva Marteinssyni, kjarafulltrúa hjá Eflingu stéttarfélagi, var sagt upp störfum í dag. Tryggvi greinir sjálfur frá uppsögninni á Facebooksíðu sinni.

Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýverið sagði af sér sem formaður Eflingar hafði áður lýst ógnvekjandi uppákomu sem hún varð fyrir þegar hún var boðuð á fund og tjáð að karlkyns starfsmaður skrifstofu Eflingar væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni mein. Samkvæmt heimildum DV er Tryggvi þessi maður.

Tryggvi er greinilega afar ósáttur við uppsögnina. Í færslunni segist hann hafa starfað hjá Eflingu í 27 ár og bætir við: „Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður. Skömmin er mikil hjá þeim sem eru titlaðir yfirmenn í dag.“

Sólveig Anna hafði greint frá því að umræddur starfsmaður Eflingar, sem hún hefur aldrei nafngreint, hafi sagt að hann væri mjög reiður út í hana og að hann væri að hugsa um að fara heim til hennar og vinna henni skaða með ofbeldi.

Hún sagði ennfremur að þessi starfsmaður hafi látið það fylgja sögunni að hann hafi um árabil rispað bíl manns sem honum var illa við og það sannaði að honum væri alvara og væri fær um að fremja glæp.

„Hann bætti því við, að hann hefði ekki áhyggjur af að verða dæmdur í fangelsi vegna þess sem hann kynni gera mér, af því að jafnvel þó að hann yrði dæmdur þá þyrfti hann aldrei að sitja inni, þar sem hann væri með hreint sakavottorð.“

Sólveig segir að hún viti ekki til þess að hafa gert nokkuð á hlut þessa manns en hennar skilningur hafi verið sá að téður maður væri ósáttur við að annar starfsmaður fékk stöðuhækkun sem hall taldi sig eiga rétt á.

„Það er alvitað að hann er náinn fyrrum stjórnendum á skrifstofu Eflingar, þeim sömu sem hafa á síðastliðnum árum farið fram með endalausar lygar, hótanir um dómsmál og óhróður gegn mér, í fjölmiðlum og víðar.“

Sólveig sagði að þetta dæmi sé staðfest með skriflegum vitnisburði sem sé til hjá mannauðsstjóra Eflingar og þetta sé aðeins eitt dæmi um það ofstæki og heift sem hún mátti sitja undir af hálfu starfsfólks Eflingar síðan hún tók við sem formaður.

Meðal þeirra sem lýsa yfir stuðningi við Tryggva á Facebook er Kjartan Valgarðsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem segir: „Þetta er leitt að heyra.“

Aths. 12. nóvember klukkan 15.53;

Tryggvi hefur breytt færsluni sinni og er þar til að mynda ekki lengur að finna orðin: „Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður. Skömmin er mikil hjá þeim sem eru titlaðir yfirmenn í dag.“

 

Sólveig Anna segir starfsmann Eflingar hafa hótað að vinna henni mein

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið
Fréttir
Í gær

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“