fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Boris missir tökin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. mars 2018 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, er einkennilegur fýr – og sumpart einhver mest ótraustvekjandi stjórnmálamaður á Vesturlöndum. Er þó af nógu af taka.

Hann var fréttaritari í Brussels í eina tíð og hafði þá þann sið að skálda upp fréttir um Evrópusambandið sem margar höfðu mikil áhrif. Frægust var sú um bognu bananana. Á endanum var Boris rekin, skáldskapurinn hafði tekið völdin.

Hann hefur þráð að verða formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Til að reyna að koma því í kring söðlaði hann um í afstöðu til Evrópusambandsins. Hann var á móti útgöngu Breta úr ESB, en birtist svo sem einn leiðtogi útgöngusinna. Þar komst hann nálægt forsætisráðuneytinu, en þó ekki alla leið.

Nú er Boris Johnson í sviðsljósinu vegna eiturefnaárásarinnar sem hefur spillt svo mjög samskiptum Breta og Rússa. Bretar eru ekki í sérlega sterkri stöðu, en þeim hefur þó tekist að fá nokkurn stuðning frá gömlum bandalagsþjóðum. Þá gengur Boris fram fyrir skjöldu og líkir heimsmeistaramótinu í knattspyrnu næsta sumar við Ólympíuleikana í Hitlers-Þýskalandi 1936.

Það má vel vera að Rússar hafi staðið að eiturefnaárásinni. Böndin berast að þeim. En með blaðri sínu gengur Johnson alltof langt – og veikir stöðu ríkisstjórnar sinnar. Vissulega hafa einræðisstjórnir mikla ánægu af því að setja á svið stór íþróttamót, líkt og til dæmis þegar Kínverjar héldu Ólympíuleikana 2008. En Pútín er ekki Hitler og líkingin er sérlega ógagnleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur