Knappur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Vitað er til þess að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt Veðurstofunni var skjálftinn af stærðinni 5,2 en upptök hans má rekja til Vatnafjalla, nánar tiltekið 1,9 kílómetrum suðvestur af Vatnafjöllum, suðaustan við Heklu.
Upphaflega var sagt frá því að skjálftinn væri af stærðinni 4,8 en það var uppfært af Veðurstofu stuttu síðar, hann var því stærri en áður var talið.