fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Helena segir barnið sitt vera í stöðugri hættu vegna barnsföður síns – „Hann er að sækja hana í leikskólann“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 20:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helena Dögg Hilmarsdóttir er nýjasti gesturinn í hlaðvarpinu Eigin konur en hlaðvarpið er í umsjón áhrifavaldsins og þjálfarans Eddu Falak. Í hlaðvarpinu ræðir Helena um heimilisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi barnsföður síns. Þá ræðir hún einnig um það hvernig lögreglan hefur tekið illa á málinu.

„Þetta er í raun bara heimilisofbeldi, líkamsárásir, eignaspjöll, hann var að brjótast inn á samfélagsmiðlana mína og eyðileggja bíla, og umsáturseinelti,“ segir Helena um málið í upphafi þáttarins en hún opnaði sig nýverið um þetta á samfélagsmiðlum. Hún sagðist vona að sagan sín hjálpi einhverjum öðrum sem eru í sömu stöðu.

„Að vera föst í ofbeldissambandi er versta upplifun sem ég hef lent í. Ég gat ekki sagt frá, mér var ekki trúað því manneskjan átti við fíkniefnavandamál að stríða og fleira. Þær fáu manneskjur sem vissu af þessu á meðan þessu stóð studdu við bakið á mér á meðan þetta átti sér stað en um leið og ég kærði og vantaði stuðning – þá var þetta ekki satt,“ segir Helena meðal annars í myndbandi sem hún birti um málið á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Ég var ekki einu sinni að hugsa og ég fór ekki einu sinni yfir þetta“

Edda hrósar Helenu fyrir hugrekkið að stíga fram með sögu sína og spyr hana hvort hún hafi verið lengi að ákveða hvort hún ætti að opinbera málið.

„Já það er alveg svolítið síðan ég hugsaði um þetta,“ segir Helena við því. „Þá var ég svona: „Okei er ég að fara að lenda í meira veseni með því að segja þetta? Er ég að fara að fá meira áreiti eða er hann að fara að koma upp á móti með sína hlið á málinu“. En svo var þetta bara eitthvað, bara allt í einu, ekki einu sinni planað. Ég var bara upp í rúmi og bara tók einhverjar myndir og byrjaði bara að skrifa, ég var ekki einu sinni að hugsa og ég fór ekki einu sinni yfir þetta.“

Helena er þá spurð hvers vegna hún ákvað að stíga fram og segja frá því hvað hafði gerst. „Það er hellingur af fólki mjög meðvirkt með honum. Maður var að heyra úti í bæ hitt og þetta um mig. Það var eitt af því sem sérstaklega „triggeraði“ mig, að heyra að ég hafi verið að gera eitthvað. Það veit bara í rauninni ekkert hvað var raunverulega í gangi. Ég var alveg búin að segja frá og fólk var alveg að tala um þetta en þetta var aldrei alveg á yfirborðinu hvað raunverulega gerðist.“

„Það var bara hrækt á mann og lamið mann“

Í þættinum ræðir Helena um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir. Hún segir frá einu atviki en að barnsfaðir sinn muni líklega ekki eftir því þar sem hann var að koma heim af djamminu.

„Ég er bara nokkuð viss um að hann muni ekki eftir þessu. Hann kemur heim af djamminu og ég neitaði að skutla félaga hans heim, því ég bara kærði mig ekki um að vera í kringum þetta lið sem hann var með. Og það var bara hrækt á mann og lamið mann og svo hent þessu í andlitið á mér. Hann tók koddann minn og henti honum út í rusl. Hann tók allt dótið mitt sem ég var með þarna og dreifði því um allan bæinn. Hann keyrði yfir allar úlpurnar mínar aftur og aftur og aftur.“

„Ég er bara að setja barnið mitt í stöðuga hættu“

Helena kærði barnsföður sinn í febrúar í fyrra og því fer að líða að því að málið fyrnist hjá lögreglunni. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt gagnvart konum sem eru á þessum stað. Ég skil fólk sem þorir ekki að kæra því eins og staðan er í dag þá er ekki verið að gera neitt fyrir þær. Fullur stuðningur og það er bara pepp dauðans, en það er ekki verið að vinna í málinu þínu,“ segir Helena.

Í dag deila Helena og barnsfaðir hennar forsjá barnsins en Helena segir barnið ekki vera í öruggum aðstæðum vegna þessa. „Hann er að sækja hana í leikskólann og það er bara „frábært“. Maður reynir að kenna sjálfri sér ekki um þetta því svona er bara kerfið en ég er bara að setja barnið mitt í stöðuga hættu. Það er bara ógeðsleg tilfinning að ég sé alltaf að setja hana í aðstæður sem hún klárlega vill ekki vera sjálf í.“

Viðtalið við Helenu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá