fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Ofurfyrirsæta útskýrir hvað sé svona aðlaðandi við Pete Davidson

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 12:00

Emily Ratajkowski og Pete Davidson. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru allir að tala um Pete Davidson þessa dagana. Margir velta því fyrir sér hvernig hann fer að því að næla sér í hverja glæsilegu stjörnuna á fætur annarri.

Pete hefur verið orðaður við poppgyðjuna Ariönu Grande, leikkonurnar Kate Beckinsale og Phoebe Dynevor og fyrirsætuna Kaiu Garber. Nú er hann sagður vera að hitta raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian.

Sjá einnig: Kanye West í sambandi með helmingi yngri fyrirsætu – Hiti færist í leikinn hjá Kim og Pete

Aðdáendur velta því fyrir sér hvert leyndarmál hans sé en samkvæmt fyrirsætunni Emily Ratajkowski er ekkert leyndarmál. Hún segir að hann sé „mjög sjarmerandi.“

Emily ræddi um sjarma Pete í Saturday Night Live í fyrrakvöld. Hún vann með grínistanum fyrir herferð í september.

„Hann er fagmaður,“ sagði hún.

„Augljóslega þykir konum hann mjög aðlaðandi. Gaurar eru alveg: „Vá hvað er málið með hann?“ Og ég meina, hann virðist vera súper sjarmerandi. Hann er berskjaldaður. Hann er indæll. Naglalakkið hans er geggjað. Hann lítur vel út!“

Emily benti líka á að Pete sé mjög náinn móður sinni og þau eiga mjög gott samband.

Fyrirsætan er ekki sú fyrsta til að tjá sig um sjarma Pete. Höfundurinn Kristen Mulrooney skrifaði á Twitter: „Ég elska að í hvert skipti sem Pete Davidson byrjar að hitta aðra fallega stjörnu þá eru allir bara: „Hvað í fjandanum er í gangi, hvernig fór hann að þessu???“ Og allir neita að skoða þann valmöguleika að hann gæti einfaldlega verið með góðan persónuleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall