Það eru allir að tala um Pete Davidson þessa dagana. Margir velta því fyrir sér hvernig hann fer að því að næla sér í hverja glæsilegu stjörnuna á fætur annarri.
Pete hefur verið orðaður við poppgyðjuna Ariönu Grande, leikkonurnar Kate Beckinsale og Phoebe Dynevor og fyrirsætuna Kaiu Garber. Nú er hann sagður vera að hitta raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian.
Sjá einnig: Kanye West í sambandi með helmingi yngri fyrirsætu – Hiti færist í leikinn hjá Kim og Pete
Aðdáendur velta því fyrir sér hvert leyndarmál hans sé en samkvæmt fyrirsætunni Emily Ratajkowski er ekkert leyndarmál. Hún segir að hann sé „mjög sjarmerandi.“
Emily ræddi um sjarma Pete í Saturday Night Live í fyrrakvöld. Hún vann með grínistanum fyrir herferð í september.
„Hann er fagmaður,“ sagði hún.
„Augljóslega þykir konum hann mjög aðlaðandi. Gaurar eru alveg: „Vá hvað er málið með hann?“ Og ég meina, hann virðist vera súper sjarmerandi. Hann er berskjaldaður. Hann er indæll. Naglalakkið hans er geggjað. Hann lítur vel út!“
Emily benti líka á að Pete sé mjög náinn móður sinni og þau eiga mjög gott samband.
Fyrirsætan er ekki sú fyrsta til að tjá sig um sjarma Pete. Höfundurinn Kristen Mulrooney skrifaði á Twitter: „Ég elska að í hvert skipti sem Pete Davidson byrjar að hitta aðra fallega stjörnu þá eru allir bara: „Hvað í fjandanum er í gangi, hvernig fór hann að þessu???“ Og allir neita að skoða þann valmöguleika að hann gæti einfaldlega verið með góðan persónuleika.“