fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fókus

Bella Hadid opnar sig – „Samfélagsmiðlar eru ekki raunverulegir“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 10:30

Bella Hadid. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Bella Hadid hefur nú stigið fram og greint opinberlega frá andlegum veikindum sem hún hefur glímt við.  Hún deildi nokkrum myndum af sér grátandi á Instagram og sagði að hún hafi brotnað niður á hverjum degi í nokkur ár.

Bella er 25 ára og hefur getið sér mjög gott orð sem fyrirsæta. Systir hennar er fyrirsætan Gigi Hadid og móðir hennar fyrrverandi fyrirsætan og núverandi raunveruleikastjarnan Yolanda Hadid.

Bella, Yolanda og Gigi Hadid. Mynd/Shutterstock

Bella deildi myndbandi af Willow Smith, dóttur leikarans Will Smith, þar sem hún talar um andlegt heilbrigði, á Instagram og opnaði sig í leiðinni um sína eigin baráttu í einlægri færslu.

„Svona hafa eiginlega allir dagar og öll kvöld verið í nokkur ár núna. Samfélagsmiðlar eru ekki raunverulegir. Fyrir ykkur sem eigið erfitt, munið það,“ skrifar Bella ásamt myndunum.

„Sjálfshjálp og andleg veikindi/efnafræðilegt ójafnvægi er ekki línulegt heldur nánast eins og rússíbani af hindrunum. Það fer upp og niður og til hliðar. En ég vil að þið vitið að það er alltaf ljós við enda ganganna og rússíbaninn stoppar alltaf á einhverjum tímapunkti.“

Bella segir að það hefði tekið hana langan tíma að átta sig á því. „En ég hef brotnað nógu oft niður til að vita þetta. Ef þú vinnur nógu mikið í þér sjálfri, tekur þér tímann til að læra að skilja áföllin þín, triggerana þína, gleðina þína og rútínu, þá áttu alltaf eftir að geta skilið eða lært meira um eigin sársauka og hvernig þú getur meðhöndlað hann.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Bella 🦋 (@bellahadid)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“

Fann fyrir frelsi eftir fund með árásarmanni sínum – „Litirnir sem voru gráir, þungir og ógeðslegir eru orðnir bjartir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað ef Ísland hefði aldrei verið til?

Hvað ef Ísland hefði aldrei verið til?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu

Fræðsluskot Óla tölvu: Láttu gervigreindina spara þér sporin á lyklaborðinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“

Orðlaus og þakklát eftir uppákomu á Þorrablóti Hornfirðinga- „Þetta er sennilega með því fallegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“

„Eftir þetta hræðilega banaslys náfrænda míns og vinar var sjokkið það mikið að ég vissi að ég yrði að breyta lífi mínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök

Byrjaði að missa hárið og læknirinn benti á ræktina – Varar fólk við að gera ekki þessi algengu mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu

Sérfræðingur segir að karlmenn sem gráta séu bestir í rúminu