fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

200 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á Landspítalanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er hægt að fjölga sjúkrarýmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum en um 200 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. Ekki er útlit fyrir að úr rætist á næstunni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, að mikill skortur sé á hjúkrunarfræðingum og hafi lengi verið og ekki sé útlit fyrir annað en að svo verði áfram.

Spítalinn þarf um 200 hjúkrunarfræðinga til viðbótar þeim sem nú þegar starfa á sjúkrahúsinu. Þessi skortur veldur því að ekki er hægt að fjölga sjúkrarýmum í miðjum heimsfaraldri.

„Við höfum bent á vöntun á hjúkrunarfræðingum í áratugi. Við náum ekki að mennta nógu marga hjúkrunarfræðinga til að starfa í íslenska heilbrigðiskerfinu né að halda hjúkrunarfræðingum í starfi í heilbrigðiskerfinu. Nú hættir 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur störfum í hjúkrun innan fimm ára frá útskrift. Einnig fáum við ekki aftur til starfa þá sem hafa hætt,“ er haft eftir Guðbjörgu Pálsdóttur, formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Haft er eftir Sigríði að verkefnunum sé alltaf að fjölga og sjúklingarnir verði þyngri í hjúkrun og það kalli á fleiri hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar eru stærsti einstaki starfsmannahópurinn hjá Landspítalanum en á síðasta ári voru 1.340 stöðugildi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á sjúkrahúsinu og voru um 1.600 manns í þeim stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“