fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Magnús kjörinn formaður KÍ – Hanna Björg beið afhroð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 15:05

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Seljaskóla, hefur verið kjörinn nýr formaður Kennarasambands Íslands. Þetta kemur fram í frétt á vef KÍ.  Magnús mun taka við völdum af Ragnari Þór Péturssyni, núverandi formanni,  á VIII. þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári.

Alls voru fjórir einstaklingar í framboði og skiptust atkvæðin þannig:

Fjögur voru í framboði og féllu atkvæði þannig:

  • Magnús Þór Jónsson hlaut 2.778 atkvæði eða 41,61%
  • Anna María Gunnarsdóttir hlaut 2.171 atkvæði eða 32,51%
  • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hlaut 1.083 atkvæði eða 16,22%
  • Heimir Eyvindsson hlaut 522 atkvæði eða 8,27%
  • Auðir seðlar 93 eða 1,39%

Á kjörskrá voru 11.068  og greiddu 6.676 atkvæði, eða 60,32% en kosningin var rafræn.

Athygli vekur niðurstaða Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur, kennara við Borgarholtsskóla, en barátta hennar fyrir formannsstólnum vakti talsverða eftirtekt. Ekki síst vegna þess að opið bréf Hönnu Bjargar um meinta hylmingu KSÍ yfir kynferðisofbeldi varð til þess að Pandórubox opnaðist innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem enn sér ekki fyrir endann á.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka