fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Búningakaraokekvöldið kannski ekki „sniiild“ eftir allt – 130 smit rakin til viðburðarins á Akranesi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 21:30

Facebook-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

130 Covid smit eru nú rakin til skemmtunar á Akranesi og hundruð hafa þurft að dvelja, eða dvelja enn, í sóttkví vegna viðburðarins að því er fram kemur í frétt RUV um málið. Skólahald var um tíma fellt niður á Akranesi vegna málsins.

Viðburðurinn vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, og þá helst fyrir skrautlega markaðssetningu, en auglýsingin fyrir viðburðinn sem birtist á Facebook hljómaði svona:

Það er loksins komið að því! Karaoke kvöööld, óóóóooooo
Þetta verður sniiild, óóóóoooo 
Neeeinei við erum að föndra

Um svokallað „karaokebúningakvöld“ var að ræða.

Sjá nánar: Búningakaraokekvöldið sem lokaði Akranesi – „Þetta verður sniiild, óóóóoooo“

Á Vesturlandi öllu eru nú 173 smitaðir í einangrun og 206 í sóttkví. Langflest smitin eru í póstnúmeri Akraness eða 132. Í samtali við RUV staðfestir Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands og umdæmissóttvarnalæknir Vesturlands, að smitin megi rekja til „karaoke-skemmtunar“ síðastliðna helgi. Flestir smitaðra eru á aldrinum 18-30 ára.

Metfjöldi smita greindist hér á landi í gær, eða 168 talsins. Samtals eru 1.260 í einangrun 2.216 í sóttkví. Blessunarlegu eru þó aðeins 18 á sjúkrahúsi, að því er kemur fram á Covid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka