fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Vísaði í þagnarskyldu presta og neitaði að tjá sig um hvarf Mariu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok október á síðasta ári hvarf Maria From Jakobsen frá heimili sínu á Sjálandi í Danmörku og þótti hvarf hennar mjög dularfullt. Óhætt er að segja að eiginmaður hennar, Thomas Gotthard, hafi ekki verið mjög hjálplegur við rannsókn málsins og vísaði í þagnarskyldu presta þegar lögreglan lagði spurningar fyrir hann en hann var starfandi sóknarprestur.

Gotthard var handtekinn, grunaður um að hafa myrt Mariu, en hann var ekki samvinnuþýður við lögregluna og vísaði hvað eftir annað í ákvæði um þagnarskyldu presta þegar spurningar voru lagðar fyrir hann.

Hann var dæmdur í 15 ára fangelsi í sumar fyrir morðið á eiginkonu sinni og móður tveggja af fjórum börnum hans.

Lokalavisen í Frederikssund hefur fengið aðgang að niðurstöðum geðrannsóknar á honum og þar kemur fram að hann hafi hvað eftir annað borið fyrir sig þagnarskyldu presta þegar lögreglan yfirheyrði hann.

Hann sagði lögreglunni að áður en Maria hvarf hafi hún átt samtal við hann sem prest en ekki sem eiginmann, þetta hafi verið djúpt samtal um tilveruna. Af þeim sökum gæti hann ekki tjáð sig um það og vísaði í þagnarskylduna sem kveður á um algjöra þagnarskyldu prests um það sem skjólstæðingar hans trúa honum fyrir.

En í raun var hann að nota þagnarskylduna til að leyna því að hann myrti Mariu. Að lokum gafst hann þó upp og í júní játaði hann að hafa myrt hana þann 26. október á síðasta ári eftir mikla undirbúningsvinnu. Næstu 12 daga reyndi hann að losa sig við líkið en á sama tíma lék hann örvinglaðan eiginmann sem saknaði eiginkonu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift