fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ólína furðar sig á því að málið gegn Jóni Baldvin hafi farið fyrir dóm – „Með öllum tilheyrandi kostnaði, tíma og tilfinningaþjáningu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. nóvember 2021 17:30

Jón Baldvin Hannibalsson og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur. mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fræðimaður og rithöfundur, furðar sig á því kæra gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, um kynferðislega áreitni gegn Carmen Jóhannsdóttur, hafi orðið að ákæru og ratað í dómsali.

Jón Baldvin var í morgun sýknaður af ákæru um að hafa beitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislegri áreitni með því að strjúka henni „utan klæða upp og niður eftir rassi.“ Atvikið átti sér stað í samsæti á heimili Jóns og Bryndísar Schram á Spáni sumarið 2018.

Ólína segir:

„Sýknudómur í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar — þá liggur það fyrir. Það sem ég furða mig á er að mál sem þetta skuli yfirleitt hafa komist alla leið inn í réttarsal íslenska dómskerfisins með öllum tilheyrandi kostnaði, tíma og tilfinningaþjáningu sem af hefur hlotist — burtséð frá sekt eða sýknu en þó ekki síst í ljósi sýknunnar.

Hvernig skyldi þeim nú líða brotaþolunum sem eftir raunveruleg kynferðisbrot hafa þurft frá að hverfa með ákærur sínar eða hafa mátt þola vantrú og áhugaleysi kerfisins eftir alvarlega atburði? Hvað skyldi því fólki finnast um að fjármunum almennings skuli ausið í mál af þessu tagi?“

Færsla Ólínu er opin en hún biður þátttakendur í umræðu um að sýna kurteisi og aðgát í orðavali. Virðist það hafa tekist fljótt á litið en umræður eru líflegar eins og sjá má ef smellt er á færsluna hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello