fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Vill að íslenskur blaðamaður hljóti Pulitzer-verðlaunin – „Ég vona að þú vinnir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. nóvember 2021 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar Íslendingar komast í heimspressuna fyrir að skara fram úr á sínu sviði, hvað þá þegar Íslendingar koma til greina við veitingu virtra alþjóðlegra verðlauna.

Fyrir blaðamenn eru Pulitzer-verðlaunin ígildi Óskarsverðlauna kvikmyndageirans. Enginn íslenskur blaðamaður, upp á sitt einsdæmi, hefur notið þess heiðurs að fá verðlaunin eftirsóttu en Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, var þó í hópi blaðamanna sem fengu verðlaunin fyrir Panamaskjölin árði 2017 en verðlaunin voru veitt til alþjóðasamtaka rannsóknarblaðamanna- ICIJ, útgáfufélagsins McClatchy og dagblaðsins Miami Herald.

Nú hefur George Galloway, fyrrverandi þingmaður í Bretlandi, greint frá því að hann voni að íslenski blaðamaðurinn, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, hljóti Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllun sína um Sigurð Þórðarson sem betur er þekktur sem Siggi hakkari.

Bjartmar var gestur George í spjallþætti hans, The mother of all talkshows, um helgina og ræddi um hlut Sigga í máli Bandaríkjanna gegn blaðamanninum Julian Assange.

Þar furðaði George sig á því að Bjartmar, þrátt fyrir að hafa bara um þriggja ára reynslu að baki í blaðamennsku, hafi tekist að kippa grundvallarstoðum undan máli Bandaríkjanna gegn Assange.

„Þetta gæti verið byrjendaheppni eða þetta gæti verið blaðamennska sem vinnur til Pulitzer-verðlaunanna og mig grunar að það sé það seinna,“ sagði George.

Siggi hakkari viðurkenndi í viðtali við Bjartmar að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni. Meðal annars því að Assange hafi skipað eða beðið hann um að fremja tölvuinnbrot og glæpi á Íslandi. Vegna þessa lyga Sigurðar töldu Bandaríkin að þau gætu komist undan þeirri réttarvernd sem blaðamenn njóta með því að líta fremur á hann sem tölvuþrjót og njósnara.  Nú þegar vitnisburður Sigurðar í málinu er úr sögunni stendur málið gegn Assange veikum fótum, en bandarísk yfirvöld hafa þó ákveðið að halda því enn til streitu.

George Galloway furðaði sig á því að málið, sérstaklega hlutur Sigurðar í því, hafi ekki fengið meiri athygli alþjóðlega en Bjartmar tók fram að enn væru ekki öll kurl komin til grafar og vonandi muni heimspressan taka betur við sér síðar.

George lauk viðtalinu við Bjartmar með því að segja beinum orðum að hann vonist til þess að Bjartmar verði verðlaunaður fyrir þessa mikilvægu umfjöllun.

„Ég vona að þú vinnir Pulitzer-verðlaunin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello