Eitt af því sem er svo gaman að leika sér með í matargerðinni eru kartöflur og sætar kartöflur eru orðnar mjög vinsælar á heimilum landsmanna í ýmsum útgáfum. Sælkerar sem eru sólgnir í kartöflur elska ekkert meira enn að fá nýjar hugmyndir af því hvernig má matreiða kartöflurnar og leika sér með brögð. Berglind Hreiðars einn okkar ástsælasti köku- matarbloggari hjá Gotterí og gersemar gerði á dögunum stökkar sætkartöflufranskar sem slógu í gegn á hennar heimili. Hér eru á ferðinni stórkostlega góðar sætkartöflufranskar að sögn Berglindar. „Þær eru góðar einar og sér sem smáréttur en sóma sér einnig með stærri máltíð, hvort sem það er hamborgari, grillaður kjúklingur, steik eða hvað sem hugurinn girnist,“segir Berglind sem er búin að finna bragðið að hinni fullkomnu tvennu sætkartöflufranskar og chilli majó. Nú er bara að prófa og njóta.
Stökkar sætkartöflufranskar
1,2 kg af sætum kartöflum (2 stórar)
3 msk. maizenamjöl
100 ml ólífuolía
2 hvítlauksrif (rifin)
2 tsk. gróft salt
½ tsk. chiliduft
½ tsk. pipar
Hellmann‘s Chilli majónes