fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Þóra svarar fyrir umdeilt drottningarviðtal við Þóri: „Ég er gallharður femínisti“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. nóvember 2021 10:42

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður Karlmennskunnar, Þórir Sæmundsson og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, er viðmælandi Þorsteins V. Einarssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þátturinn ber yfirskriftina „Hreinsunareldur sem brenndi þolendur“ með vísan í titil nýjasta þáttar Kveiks sem heitir „Hreinsunareldur Þóris Sæmundssonar.“

Þóra tók þar vægast samt umdeilt drottningarviðtal við Þóri sem var á sínum tíma rekinn úr Þjóðleikhúsinu eftir að hann varð uppvís af því að senda typpamyndir af sér. Í viðtalinu lýsti Þórir sér sjálfur sem fórnarlambi sem að ósekju fengi nú hvergi vinnu.

Þegar Þorsteinn spyr Þóru hvers vegna ákveðið hafi verið að gera einhliða illa ígrundaða og meingallaða umfjöllun um ofbeldi sem málaði hóp þolenda sem gerendur segir hún þau sannarlega hafa fengið miklar þakkir fyrir að opna á erfiða umræðu, en líka miklar skammir og að gagnrýnin sé að mörgu leyti réttmæt. „Ég get bara sagt að mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir hún og telur það til marks um að þau hafi ekki komið skilaboðum með þættinum nógu vel á framfæri.

Þeir hoppa ekki ofan í holu

Hún heldur síðan áfram og segir að fyrir fyrstu bylgju #metoo hafi frásagnir þolanda verið stakar og óljóst hvaða viðbrögð þolendur myndu fá við frásögnum sínum. Nú hafi unga kynslóðin, í krafti fjöldans, sýnst samstöðu og sagt „Hingað og ekki lengra.“ Þá bendir Þóra á að það sé hægt að vera gerandi á svo margan hátt án þess að brjóta lög, og það sé vert að skoða hvar þau mörk liggja.

Þá beinir hún sjónum að gerendum: „Þeir hverfa ekki þessir menn, þeir grafa ekki holu, hoppa ofan í hana og koma ekki aftur,“ og því sé mikilvægt að átta sig á þeirra stöðu sömuleiðis. Ef ekki er brotið gegn lögum er engin málsmeðferð.

„Þóra, þú ert ein af okkur. Hvað? Hvað, hvað?“

„Við erum búin að fá núna undanfarið, finnst mér, ákveðið bakslag í umræðunni. Og ég held að ástæðan fyrir því að ég hef ekki fengið meiri leiðindi yfir mig sé einfaldlega það að það eru þarna baráttukonur sem sögðu bara: „Þóra, þú ert ein af okkur. Hvað? Hvað, hvað?“ Og gáfu mér kannski einhvern slaka þess vegna, því það er alveg rétt, ég hef aldrei farið með launkofa með það. Ég er gallharður femínisti en það er líka mín ábyrgð þegar maður stýrir svona miðli að horfa á heildarmyndina og það sem ég hef séð undanfarið er að þú ert með hóp í samfélaginu sem segir: „Þið þarna öfgafemínistar, þið viljið bara taka menn af lífi án dóms og laga“. Og á móti kemur: „Bíddu þið eruð stuðningsmenn nauðgunarmenningar“. Og hverju skilar þetta samfélaginu? Það er stóra spurningin,“ segir hún.

Í kjölfar þáttarins hafa þolendur stigið fram í hrönnum, einkum á Twitter, og lýst því hvernig þátturinn hafi verið eins og „hlandblaut tuska í andlitið á þolendum“. Raunar var það ung kona sem tók svo til orða og lýsti því á Twitter og í samtali við Stundina, að viðmælandi Kveiks hefði notfært sér aldur hennar til að sofa hjá sér, þegar hún var 16 ára og hann 34 ára. Og hún virðist ekki vera sú eina sem svíður undan viðmælanda Kveiks. En umfjöllun Kveiks var ekki um þjáningarnar sem viðmælandinn hefði ollið þolendum sínum og hvernig hann hefði axlað á þeim ábyrgð, heldur hvort að afleiðingarnar sem hann hefur mátt mæta vegna gjörða sinna „væri sanngjörn niðurstaða“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello