Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um að hafa beitt Carmen Jóhannsdóttur kynferðislegri áreitni með því að strjúka henni „utan klæða upp og niður eftir rassi.“
Málið hafði velst um í kerfinu um nokkurt skeið og meðal annars verið vísað frá vegna niðurstöðu ákæruvaldsins um að háttsemin sem honum væri gefið að sök væri ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum, en brotin áttu sér stað þar.
Óvíst er hvort málinu verði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins, en ríkissaksóknari hefur fjórar vikur til þess að taka afstöðu til þess. Þá hefur dómurinn enn ekki verið birtur, svo enn er óvíst er á hvaða forsendum sýkna héraðsdóms byggir.