fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Viktori var hent út af AUTO í gær: Sakar starfsfólkið um hómófóbíu en eigandinn þvertekur fyrir það – „Þetta var ótrúlega niðurlægjandi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 12:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Andersen gerði sér ferð í miðbæ Reykjavíkur í gær til að skemmta sér með vinkonum sínum. Förinni var heitið á nýjasta skemmtistað bæjarins, AUTO. Kvöldið fór þó ekki eins og Viktor hafði séð það fyrir sér.

Þegar komið var á skemmtistaðinn ákváðu Viktor og vinkonur hans að sitja á ákveðnu svæði á staðnum en Viktor segir að starfsfólk staðarins hafi síðan ákveðið að reka hann af svæðinu. Viktor segir í samtali við DV að svæðið hafi ekki verið með merkingum sem sögðu að það væri frátekið. „Við vorum fyrst inn á staðinn og ég man að við sátum á einum af tveim svæðum sem voru ekki merkt frátekin,“ segir Viktor.

„Svo þegar búið var að líða á kvöldið og fleiri komnir inn þá kom starfsfólk upp að okkur og sagði að þetta pláss væri frátekið sem var bara pjúra kjaftæði því við vorum búin að vera þarna síðan við komum. Ég neitaði að standa upp og útskýrði fyrir þessu liði að við vorum fyrst þarna inn og í kjölfarið var mér einum hent út. “

„Þetta var ótrúlega niðurlægjandi“

Viktor vill meina að honum hafi verið hent út sökum kynhneigðar sinnar. „Þetta var svo „clearly“ hómófóbískt því mér einum var hent út, ekki vinkonum mínum sem sátu með mér. Allt í einu voru þessi sæti frátekin fyrir einhvern ruslaralýð. Þegar ég var búinn að sitja þarna síðan upphaf kvöldsins og var fyrstur þarna inn ásamt vinkonum mínum,“ segir Viktor í færslu sem hann birti um málið á Instagram-síðu sinni.

Í samtali við DV segist hann vera viss um að hann hafi verið tekinn fyrir af starfsfólkinu. „Þetta hefði aldrei gerst fyrir einhvern annan. Ég var tekinn fyrir út af því hver ég er. Ekki var neinum öðrum hent út,“ segir hann en eftir að honum var hent út fóru vinkonur hans að ræða við starfsfólkið.

„Það var ekki fyrr en vinkonur mínar voru búnar að rífa kjaft að ég fékk að koma inn aftur. Eftir að starfsfólk var búið að ljúga að ég hefði verið að hella yfir þeim drykk til að sannfæra aðra að ég var ekki hæfur inn. Sem er pjúra lygi. Eftir að vinkonur mínar voru búnar að eiga einhver orðaskipti við eitthvað af þessu starfsfólki þá höfðu þau séð af sér og hleyptu mér aftur inn, en skaðinn var skeður og ég hafði engan áhuga á að vera þarna inni. Skapið í mér eyðilagðist og kvöldið var ónýtt fyrir mér. Þetta var ótrúlega niðurlægjandi“

Gömul sár rifin upp

Viktor segir að hann hafi áður lent í svipuðum aðstæðum. „Þetta er nákvæmlega það sem ég hef þurft að díla við síðan ég kom út úr skápnum árið 2007. Allt er mér að kenna og að ég hef alltaf átt upptökin. Þegar fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið ég hef þurft að gera í vörn,“ segir hann.

„Ég er aldrei að fara að vera stærri maðurinn, ég mun leggjast lægra en þú og hefna mín. Enn og aftur þetta er árið 2021 og ég er ennþá á sama stað. Takk aftur AUTO að mig langaði að djamma áður en skólinn byrjaði aftur á fullu en þið gjörsamlega eyðilögðuð það fyrir mér og rifuð upp gömul sár. Kvöldið var ónýtt.“

Viktor furðar sig á því að staðan sé ennþá svona, 14 árum eftir að hann kom út úr skápnum. „Mér finnst fyndið að ennþá daginn í dag er ég að lenda í þessu. Þetta er alls ekki nýtt fyrir mér og ekki nýtt að það sé einhverju logið upp á mig í þessum kringumstæðum, til dæmis að ég hafi verið að skvetta drykkjum yfir starfsfólkið sem er haugalygi. Það var notað sem afsökun til að henda mér út,“ segir hann.

„Fólki finnst dálítið gaman að segja að ég sé vandamálið þegar það er ég sem geri hluti í vörn. Ég er aldrei að fara taka hlutunum þegjandi eða hljóðalaust.  Ég er auðvitað ekki að segja að ég sé gallalaus en í þessu tilviki gerði ég ekki neitt rangt.“

„Málið hefur ekkert með hans kynhneigð að gera“

Sindri Snær Jensson, einn af eigendum staðarins, staðfestir í samtali við DV að Viktori hafi verið vísað út af staðnum. Hann segir hins vegar að það hafi ekkert haft með kynhneigð hans að gera. „Þessi einstaklingur situr á borði sem er bókað með vinkonum sínum. Þegar gestirnir sem eiga borðið bókað mæta þá neita þau að yfirgefa borðið. Þau rífast við starfsmann hjá okkur í 5-10 mínútur sem endar með því að þessi einstaklingur sem um ræðir skvettir heilum drykk yfir andlitið á starfsmanni hjá okkur og lætur öllum illum látum,“ segir Sindri.

Sindri Snær Jensson – Mynd: Fréttablaðið/Ernir

„Þá var honum vinsamlega og mjög yfirvegað vísað út í svokallaða kælingu, hann var settur aðeins fyrir utan. Svo eftir smá stund, þegar búið var að ræða málin, þá var honum hleypt aftur inn. Málið hefur ekkert með hans kynhneigð að gera. Það eru allir velkomnir á AUTO og þetta mál hefur ekkert með hans kynhneigð eða skoðanir eða neitt að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar