fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lögreglumaður bitinn – Líkamsárásir á skemmtistöðum í miðbænum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 10:51

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði töluvert marga ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá voru nokkrar líkamsárásir og hávaðatilkynningar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar frá nóttinni.

Klukkan 23 í gær var lögreglumaður bitinn í 105 Reykjavík og er málið nú í rannsókn. Um 20 mínútum eftir að lögreglumaðurinn var bitinn var tilkynnt um líkamsárás og eignaspjöll á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur.

Síðar um nóttina, eða þegar klukkan var að slá 2, var tilkynnt um aðra líkamsárás sem átti sér einnig stað á skemmtistað í miðbænum. Árásaraðili var handtekinn á vettvangi og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu.

Um klukkustund síðar var tilkynnt um aðra líkamsárás en sú fór fram í Árbænum. Gerandinn gisti einnig í fangageymslu lögreglu.

Þá var tilkynnt um umferðarslys sem átti sér stað í miðbænum en aðili féll þar af rafhlaupahjóli. Aðilinn var með áverka í andliti og brotna tönn eftir fallið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar