fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Logi Bergmann vill gera samning við Akureyringa – „Mér er ekki sama þegar fólki dett­ur svona vit­leysa í hug“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú ætla ég ekki að þykj­ast vera ein­hver Dav­id Atten­borough en ég get þó sagt, með nokk­urri vissu, að kett­ir eru stór­kost­lega merki­leg dýr. Þeir eru sjálf­stæðir, ein­stak­ir og skemmti­leg­ir.“

Svona hefst pistill sem fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann skrifar en pistillinn birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Í pistlinum ræðir Logi um eitt af hitamálum vikunar, þá ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar að banna lausagöngu katta.

Í upphafi pistilsins bendir Logi á jákvæðu hliðarnar sem fylgja því að eiga gæludýr eins og ketti. „Það hef­ur verið sýnt fram á með fjölda rann­sókna að gælu­dýr styrkja ónæmis­kerfi. Ekki síst kett­ir sem fá að fara út. Þeir minnka lík­ur á of­næmi og ast­ma. Fyr­ir utan að fólk sem á ketti er al­mennt með lægri blóðþrýst­ing, líður bet­ur og kvíðir minna. Kett­ir hafa líka mjög góð áhrif á fólk með Alzheimer. Svo ger­ir það börn­um gott að al­ast upp með dýr­um. Það vita all­ir,“ segir hann.

„En um­fram allt eru þeir frjáls­ir. Þeir eru frjáls­ir til að tala við eig­end­ur sína þegar þeir vilja, þeir eru frjáls­ir til að leggja sig þar sem þeim hent­ar og þeir eiga að vera frjáls­ir til að fara út þegar þeir vilja.“

Logi segir að þetta ættu allir að skilja. „En svo óheppi­lega vill til að sjö af ell­efu bæj­ar­full­trú­um Ak­ur­eyr­ar virðast ekki hafa gert sér grein fyr­ir því. Þar var í það minnsta samþykkt að kett­ir þurfi nauðsyn­lega að vera inni. Lausa­ganga katta er sem sagt bönnuð á Ak­ur­eyri,“ segir hann.

„Í þessu er svo­kallað sól­ar­lags­ákvæði sem þýðir að regl­urn­ar taka ekki gildi fyrr en eft­ir þrjú ár. Það kem­ur reynd­ar ekki fram hvað eigi að gera við úti­kisa þá. Það er í það minnsta ljóst að á sum­um heim­il­um verður ekki svo gott að opna glugga.“

„Aldrei góðar frétt­ir þegar yf­ir­völd ákveða að banna eitt­hvað af því að það er svo „flókið“ að finna lausn á því“

Logi segir þessa ákvörðun bæjarstjórnarinnar vera vitleysu og að honum sé ekki sama. „Mér er ekki sama þegar fólki dett­ur svona vit­leysa í hug. Í fyrsta lagi er ég katta­vin­ur og tel mig skilja þessi dýr og í öðru lagi er ég tengda­son­ur Ak­ur­eyr­ar og hef tekið það hlut­verk al­var­lega. Það er reynd­ar óvíst að ég end­ist lengi sem slík­ur ef þetta ágæta fólk ætl­ar að taka upp á því að elta Hús­vík­inga í þess­ari vit­leysu,“ segir hann.

Þá gagnrýnir hann vinnubrögð bæjarstjórnarinnar. „Það er varla hægt að segja frá vinnu­brögðunum við þetta. Þeim fannst nefnilega svo flókið að finna skil­grein­ing­ar þegar þau ætluðu að breyta samþykkt um katta­hald að það var bara ákveðið að banna lausa­göngu katta al­veg. Það eru aldrei góðar frétt­ir þegar yf­ir­völd ákveða að banna eitt­hvað af því að það er svo „flókið“ að finna lausn á því.“

„Það eru nú al­deil­is raðskít­andi sóðafuglar“

Logi fer þá yfir ástæðurnar sem fólk nefnir til stuðnings við bann á lausagöngu katta. „Helstu ástæðurn­ar munu vera að kett­ir séu að pissa og kúka í blóma­beð og þeir veiði fugla. Nú verð ég að nefna, hafi það farið fram­hjá ykk­ur, að flest­ir kett­ir gera stykki sín heima hjá sér og ef þeir gera það ann­ars staðar þá moka þeir yfir. Flest önn­ur dýr láta það ógert,“ segir hann og veltir fyrir sér hvort bæjarfulltrúarnir hafi kannski líka hugsað sér að banna lausa­göngu og flug gæsa.

„Það eru nú al­deil­is raðskít­andi sóðafuglar.“

Lausaganga í skiptum fyrir flugvöll

Þegar rætt er um lausagöngu katta benda margir á að kettir séu rándýr og að þau veiði fugla. „Það er vissu­lega rétt að kett­ir eru rán­dýr. Þeir eiga það til að veiða fugla sem þeir færa eig­end­um sín­um gjarn­an. Það er leiðin­legt og stund­um pínu sorg­legt en svona er nátt­úr­an. Þetta er ekki gerendameðvirkni. Þetta er eðli þeirra en það er hægt að gera þeim erfiðara fyr­ir með bjöll­um og lit­rík­um kraga,“ segir hann.

„En mig lang­ar til að benda Ak­ur­eyr­ing­um á eitt: Ef þið hafið svona mikl­ar áhyggj­ur af fugl­um þá get ég bent ykk­ur á ým­is­legt annað sem drep­ur fugla. Mér dett­ur til dæm­is í hug skot­veiðimenn, en líka flug­vél­ar. Kannski sér­stak­lega flug­vél­ar sem fljúga á flug­völl sem er staðsett­ur við eitt stærsta varp­land Reykja­vík­ur, Vatns­mýr­ina. Það hef­ur nefni­lega lengi verið eitt helsta baráttumál Ak­ur­eyr­inga að flug­völl­ur­inn í Reykja­vík þurfi að vera límd­ur við miðbæ­inn.“

Að lokum segir Logi að hann sé til í að gera samning. „Nú má kannski ef­ast um umboð mitt til samn­inga. En ég er samt til í að gera samn­ing við meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar,“ segir hann.

„Við Reyk­vík­ing­ar skul­um hafa þenn­an flug­völl sem þið viljið endi­lega hafa í miðbæn­um okk­ar, gegn því að þið leyfið kött­um að hafa sína henti­semi. Því þannig á það að vera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar