fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Ingrid var viðstödd þegar faðir hennar fékk að deyja með aðstoð læknis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 14:00

Ingrid Kuhlman. Skjáskot Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingrid Kuhlman er  formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Þegar faðir hennar var sextugur greindist hann með illkynja heilaæxli og gekk í gegnum þjáningarfulla geislameðferð. Faðir Ingrid kaus að deyja með reisn í stað þessa að framlengja þjáningar sínar og var Ingrid viðstödd er faðir hennar fékk þess ósk sína uppfyllta og fékk að deyja heima með aðstoð læknis.

Þetta kemur fram í þættinum Undir yfirborðinu sem er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 20, en þar ræðir Ásdís Olsen við Ingrid, meðal annars um muninn á dánaraðstoð og líknandi meðferð, sem beitt er hér á landi, en Ingrid telur þann kost síður mannúðlegri en dánaraðstoð, enda er yfirleitt tekin ákvörðun um líknandi meðferð án samráðs við sjúklinginn.

Sem betur fer fékk faðir Ingrid og móðir hennar að eiga eitt og hálft gott ár saman eftir að hann greindist með krabbameinið en síðan tóku við erfiðir tímar. Því miður var beitt of harðri geislameðferð sem hafði í för með sér meiri þjáningar en nauðsyn bar til. Áður en kom að því að hann tók þessa ákvörðun voru þjáningarnar orðnar lítt bærilegar og engin von var um bata.

Faðir Ingrid var búsettur í Hollandi  og þar gilda önnur lög um dánaraðstoð en hér á landi. Ingrid ræðir þessi mál og segir sögu föður síns á Hringbraut kl. 20 í kvöld en í spilaranum hér að neðan er stutt brot úr þættinum:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“